Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 80

Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 80
ióo ingarstaður sinn og kunni það að valda nokkru um tilfinning sína. Lýsir hann svo firðinum og ber mikið lof á náttúrufegurð hans. UM HAUGGÖNGUR í FORNUM SIÐ (»Grabhugelraub im islándischen Altertum«) hefir fröken M. Lehmann-Filhés skrifað stutta greina í þýzka tímaritið »Globus« LXXXI, 4 (1902), og er hún aðallega þýðing á kafla úr Harðar sögu og Hólmverja, er segir frá því, er Hörður gekk í Sótahaug og rændi hann eftir harða viðureign við haugbúann. UM ÍSLENZKT STJÓRNARFAR, lagaskipun o. fl. hefir skrifstofustjóri Ólafur Halldórsson skrifað ritgerð í »Jahrbuch der internationalen Vereinigung fur ver- gleichende Rechtswissenschaft und Volkswirtschaftslehre zu Berlin« V. fyrir árið 1899, sem þó er út komin nú fyrir skömmu. Er þar fyrst mjög stutt yfirlit yfir stjóru- arfarssögu landsins og því næst skýrt frá núgildandi stjórnarlögum þess, embætta- skipan og fjárhag. í*á er skýrt frá hinum helztu íslenzku lögum, er út hafi komið árið 1898, og að lokum er getið þeirra íslenzkra tímarita, er flytji ritgerðir um lög- fræðisieg efni eða þjóðhagsfræði. UM ÍSLENZKA HESTA (»Hesten i Nordboernes Tjeneste paa Island, Fær- oerne og Gronland«) hefir höfuðsmaður Daniel Bruun skrifað langa ritgerð í »Tids- skrift for Land0konomi«, sem líka hefir komið út sem sérstök bók (Khöfn 1902). Er fyrsti kaflinn um íslenzka reiðhesta, annar um áburðarhestana, þriðji um hesta- hald á Islandi í fornöld, fjórði um hestaat fornmanna, fimti um hesta sem blótdýr og fleira, er þar að lýtur, sjötti um verð íslenzkra hesta á ýmsum tímum, sjöundi um reiðtýgi og allan reiðskap bæði fyr og síðar. Þetta er aðalritgerðin (alls 79 bls.), en aftan við er stuttur kafli (3 bls.) um færeyska hesta og að lokum annar (5*/^ bls.) um hestahald í bygðum íslendinga á Grænlandi í fornöld. Ritgerðin er skemtilega skrifuð og hefir margskonar fróðleik inni að halda. Hún er og prýdd mörgum (56) mjög góðum myndum, sem skýra efnið að miklum mun. Einkum eru myndirnar af íslenzkum reiðskap frá eldri og yngri tímum mjög fróðlegar. í’ar er og mjög snotur mynd af hestaati fornmanna, sem gerð er eftir gamalli teikningu í Landsbókasafninu í Reykjavík. Reyndar er teikning þessi lík- lega ekki mjög gömul, en hún er samt ekki svo lítils virði, þar sem hún er bæði vel gerð og mjög nærri sanni, svo að hún getur gefið góða hugmynd um hesta- þingin fornu. Höfuðsmaður Daniel Bruun hefir á seinni árum gert afarmikið, og ritað hverja bókina á fætur annarri, til þess að útbreiða þekkingu á Islandi, og jafnan látið fylgja fjölda af góðum myndum til skýringar. Vér Islendingar höfum fulla ástæðu til að kunna honum miklar þakkir fyrir þessa starfsemi sína, sem óhætt er að segja, að hann hafi leyst svo vel af hendi, sem föng hafi verið á, og menn með nokkurri sanngirni hafi getað ætlast til. UM ÍSLENZKAR SJÁVARÖLGUR eða þarategundir hefir mag. art Helgi Jónsson ritað alllanga ritgerð á ensku (»The Marine Algæ of Icelandv<) i »Botanisk Tidsskrift« XXIV, 2 (1901), og eru í henni nokkrar myndir af þarategundum. Rit- gerðin er sjálfsagt ákaflega lærð, en af því Eimreiðin er ekki sérlega þarafróð, getur hún lítið um hana dæmt. fó má þess geta, að þar er skýrt frá 71 tegund af Rauðölgum, og hafa menn ekki áður þekt nema helminginn af þeim frá íslandi. Tvær af þessum tegundum eru og alveg nýjar fyrir vísindin. V. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.