Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 2

Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 2
i58 Það var víst Einar Benediktsson, sem fyrstur skýrði þetta mát skilmerkilega fyrir íslendingum og benti á greinarmuninn á flaggi og merki; var það árið 1897d) Og svo fór það loksins, að ráð- herra Islands, Peter Adler Alberti, af sjálfsdáðum og sjálfsagt til að geðjast íslendingum, fékk samþykki konungs til þess, að breyta skjaldmerki Islands, og með auglýsingu 3. okt. 1903 var það gert heyrinkunnugt, að það skyldi vera hvíturfálki (silfur-fálki) í blaum feldi (1. mynd). En þó tilgangurinn væri góður, var framkvæmdin slæm. Alberti hafði víst viðlíka mikið vit á skjaldmerkjafræði og íslending- ar sjálfir, og án þess að leita aðstoðar eða ráða nokkurs fræðimanns í þeirri grein, sendi hann dráttlistarmann upp á náttúrugripasafn há- skólans, lét hann gera mynd af úttroðnum íslenzkum fálka, sem þar var, og löggilti svo þá mynd sem skjaldmerki Islands. Svona gekk nú sag- an í Höfn um þær mundir, og sel ég hana ekki dýrara en ég keypti; en hún mun víst ekki fjarri sanni. Og nú hefir skjalavörður A. Thiset í grein, sem síðar skal vik- 1. Fálka-skjalclmerkið frá 1903. a^, g^fið frekari upplýs- ingar um sköpun skjald- merkisins. Eftir að myndin hafði náð samþykki konungs, var Thiset sýnd hún, því að hann er sérfræðingur í þessum efn'um. Benti hann þá á, að það ætti illa við, að fálkinn væri til vinstri,* 2) því þegar merkið væri sett í skjaldmerkið danska, stæði fálkinn þar andvígur grænlenzka birn- inum og færeysku kindinni og öllum hinum dýrunum í merkinu;. þótti það ekki líta friðsamlega út. Var þessu þá breytt af hinu ‘) Dagskrá 13. marz 1897. Sbr. ritgerð Jóns Jónssonar í skýrslu P'ánaneind- arinnar 1914. 2) Hægri og vinstri í skjaldmerkjafræðinni er ætíð miðað við skjöldinn eða. skjaldberann, en ekki áhorfandann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.