Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 7

Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 7
Thiset betidir á, að þorskmerkið komi fyrst fyrir með vissu í innsigli Hansa-kaupmanna frá Lýbiku (Liibeck), er bjuggu í Björgvin. Innsiglið er á skjali dagsettu 24. október 1415, og er það nú í Ríkisskjalasafni Dana. Signetið sýnir engil, sem heldur á skildi, studdum af tveim ljónum. Skildinum er skift í tvo feldi; í fyrsta feldinum er krýndur, hauslaus þorskur, auðsjáanlega ekki flattur, því að á myndinni sjást skýrt þrír bakuggar og tveir kvið- uggar; í öðrum feldinum er helmingur af skjaldmerki Lýbiku (hálf- ur tvíörn); í hringnum utan um stendur: »sigillum mercatorum ber- gensium norwegia hansa tautonica « (2. mynd). Samskonar innsigli er líka til í innsiglasafni Ríkisskjalasafnsins, en þó hér um bil hundrað árum yngra. Að vísu er form myndanna í því nokkuð frábrugðið hinu, en þær eru þó hinar sömu, hálfi tvíörninn og krýndi þorskurinn; en hér er þorskurinn í öðrum feldi, en örninn í þeim fyrsta; og áritunin er: SIG’ MERCATORV’ DE HANSA TEVTON IN BERGIS RESIDE (3. mynd). Höfundurinn dregur nú þá ályktun, að þorskurinn í þessum innsiglum muni vera skjald- merki íslands, því að verzlun Lýbikumanna á íslandi hafi farið yfir Björgvin. Og til stuðnings þeirri skoðun færir hann, að Ham- borgarkaupmenn, sem verzlun ráku á Islandi, höfðu líka í innsigli sínu krýnda hauslausa þorskinn í fyrsta feldinum og hálft skjald- merki Hamborgar í öðrum feldinum, sem sjá má neðan til í inn-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.