Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 8

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 8
164 sigli »Bræðrafélags Islandsfara« í Hamborg frá hér um bil 1507. Myndin, sem Baasch x) gefur af þessu, er þó svo óljós, að eigv verður séð með fullri vissi, hvort þorskurinn sé flattur; en nær er mér að halda, að svo sé ekki (4. mynd). En það er annað vitni um. að þetta merki hafi á fyrri hluta sextándu aldar verið skoðað sem skjaldmerki Islands, og getur hr. Thiset þess ekki. Olaus Magnus gaf út í Feneyjum 1539 kort yfir Norðurlönd (Carta marina et descriptio septentrionalium terrarum ac mirabilium rerum in eis contentarum diligentissime elaborata),* 2) Á þessu korti eru sýnd skjaldmerki land- anna, og ofarlega á íslandsmyndinni standa saman skjaldmerki Noregs og Is- lands. Myndin af þorskinum er hér skýr og vel dregin, og er hann óflattur (5. mynd). Síðar gaf Olaus Magnus út sér- stakt Islandskort í París 1548.3) Ofan til á því eru þessi sömu tvö skjaldmerki, en hér er þorskurinn mjög óljóst og illa dreg- inn, og lítur helzt út fyrir, að- hann sé heill og með höfði, og reki trjónuna upp í kórónuna. Á sjálfri myndinni er því ekki neitt að byggja annað, en að krýnd- ur fiskur sé skjaldmerki íslands. En þessi tvö kort sýna, að þorskurinn hefir þá verið alment talinn skjaldmerki íslands. Tað var oft siður í þá daga, að setja á. landabréfin skjaldmerki landanna. Hefi ég litið yfir allmörg kort frá fimtándu og sextándu öld, en ekki hefi ég fundið þorskmerkið á neinum, sem eru eldri en Olaus Magnus. Á hnetti Martin Behaim’s frá 14924) er við ísland festur gulur fáni með þrem hlaupandi leópördum, sem einungis táknar það, að landið heyri undir Danmörku, því að 4. Innsigli ^Bræðrafélags’^ís- landsfara« í Hamborg (um 1507). *) Ernst Baasch: Die Islandsfahrt der Deutschen. Hamburg 1889. 2) Oscar Brenner: Die áchte Karte des Olaus Magnus vom Jahre 1539.- Christiania 1886. 8) J. Metelka: Mapy Islandu Olaa Magna z Roku 1548. Prag 1895. 4) F. W. Ghillany: Geschichte des Seefahrers Ritter Martin Behaim. Niirn~ berg 1854.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.