Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 10

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 10
ur þorskur (7. mynd), og er sú mynd í mörgum öðrum Hólabók- um, svo sem »Grallaranum« (Hól. I594)> »Enchiridion« (Hól. 1600), »Anatome Blefkeniana« (Hól. 1612), og allmáð í Skálholts-útgáf- unni af Landnámu (1688). En nú hefir innsiglið, sem Jón lögmað- ur Jónsson kom með frá Danmörku árið 1593, fjórum árum seinna en Hóla-sálmabókin var prentuð, þorskinn óflattan (8. mynd). Hvernig víkur þessu við; ætli að innsiglið frá 1550 hafi verið að þessu leyti frábrugðið því frá 1593 f Annars er þorskurinn ekki flattur fyr á myntum en 1624, en eftir það er hann það oft. Frekari upplýsingar viðvíkjandi merkinu gefur Thiset. Beiðni íslend- inga til konungs um innsigli árið 1593 mun hafa gefið tilefni til þess, að Kristján fjórði tók skjaldmerki eða innsigli íslands upp í innsigli konungs.1) í þessu signeti liggur skjöldur með þrem ljónum á miðju stórs Dannebrogskross, en milli álma hans er sveigur, og er hann gerður af smáskjöldum með merkj- um landa þeirra, er konungur réði eða bar í titli sínum. 1 þessum sveig er skjöldurinn með krýnda þorskin- um milli skjalda Gotlands og Slés- víkur. Kristján fimti setti hann þó síðar milli skjalda Færeyja og Græn- lands, og svo var það til daga Frið- riks sjötta. Frá 1. jan. 1820 varð norska ljónið að víkja úr ríkis- skildinum, en þá voru sett í þess stað skjaldmerki íslands, Fær- eyja og Grænlands, og þar var þorskurinn í rauðum feldi, unz fálkinn ruddi honum á brott árið 1903. Að því nú er fálkamerkið snertir, er því fundið til foráttu, að það sé þannig úr garði gert, að það hafi ekkert sérkennilegt við sig, heraldiskt séð. Fálkinn er, eins og aðrir ránfuglar, all-algengur *) Eftir því, sem Pálmi Pálsson segir í ritgerð sinni í »Andvara« (IX. árg., 1883), var þorskmerkið í ríkismerkinu á gullpeningum (Portúgalspeningunum svo lcölluðu), sem slegnir voru 1591. 6. í^orskmyndin í Stokkhólms- skinnbókinni (um 1360).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.