Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 15
þorskinn flattan, hefði mátt breyta því. Nokkuð líkt gerðu Norð-
menn með skjaldmerki sitt. Pað var, eins og áður er sagt, stökkv-
andi gullljón með silfuröxi í framlöppunum. Með tímanum lengdist
og bognaði axarskaftið, svo að það náði afturlöppunum, og leit út
sem ljónið stæði á bognu skafti; gerðu Norðmenn gys að þessu
og kölluðu ljónið ruggu-hest. Pessu var breytt með konunglegum
úrskurði io. júlí 1844, og nú er það líkara hinu upprunalega merki.
En Islendingar skoðuðu þorskmerkið hvorki frá heraldisku sjónar-
miði né sögulegu. Eeim þótti merkið ljótt og óvirðulegt eftir nú-
tíðarhugmyndum, og það var þeim nóg. Peir skömmuðust sín
fyrir þorskinn, þrátt fyrir það, að hann hafði jafnan verið þeirra
11. Ríkis-skjaldmerki Dana (með flatta þor.>kinum).
öruggasta hjálparhella. Petta er hreinn uppskafnings-hugsunarhátt-
ur. Ef þeir hefðu litið í skjaldmerkjabækur, hefðu þeir getað
fundið þar margt, sem er ekki göfugra eða fallegra en þorskur-
inn. Eyjan Mön, sem áður var norrænt ríki, hefir þrjá manns-
fætur í skjaldmerki sínu, bærinn Londonderry beinagrind af manni,
bærinn Yarmouth hálfan fisk og hálft Ijón, — og margt fleira
mætti telja. Eó aldrei hafi þorskurinn verið hið löggilta merki
ríkisins Massachusetts, hefir hann þó verið notaður sem merki
margsinnis í gamla daga, og enn þá hangir hann í þingsal ríkis-
ins í Boston; íbúarnir viðurkenna, að hann hafi verið betri auðs-
uppspretta en gullnámur Kaliforníu. Áður en þorskmerkinu ís-
lenzka var kastað fyrir borð, hefði átt að athuga málið rækilega,-
því að það er leiðinlegt að kasta sögulegum menjum á glæ að
nauðsynjalausu. En nú hefir það verið gert. Fálkinn er nú merki