Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 16

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 16
íslands, því að ég get ekki verið samdóma Thiset um það, að til dómsdags hljóti þorskmerkið að vera hið eina rétta og ekta skjald- merki íslands. Ollu má breyta, þorskmerkinu jafnt og kóngalögunum dönsku, sem áttu að gilda um aldur og æfi. En það verður erfitt að koma því inn í höfuðið á skjaldmerkjafræðingunum, að við höfum breytt um merki, og frá þeirra sjónarmiði talar Thiset sjálfsagt. En úr því á annað borð var farið að breyta skjaldmerkinu, er það leiðinlegt, að ekki skyldi betur takast. fví ef það var vilji íslendinga, að eignast nýtt skjaldmerki, áttu þeir ágætt efni í það, — efni, sem er einmitt sérstaklega vel fallið til skjald- merkisgerðar, og hefir bæði sögulegt -og þjóðlegt gildi. Eg á auðvitað við hina einkennilegu og fögru sögu um landvættina. Snorri segir frá henni í Heimskringlu (Olafs sögu Tryggvasonar, 33. kap.), og af því að sú bók mun ekki vera í svo margra manna höndum á íslandi, sem æskilegt væri, leyfi ég mér að til- færa hér allan kapítulann, að vísunni einni fráskildri: »Haraldr Gormsson Dana-konungr spurði, at Hákon jarl hafði kast- at kristni, en heijat land Dana-konungs vtða. Þá bauð Haraldr Dana- konungr her út ok fór síðan í Nóreg. Ok er hann kom í þat ríki, er Hákon jarl hafði til forráða, þá herjar hann þar ok eyddi land alt ok kom liðinu í eyjar þær, er Sólundir heita. Fimm einir bæir stóðu ó- brendir í Sogni í Læradal, en fólk alt flýði á fjöll ok markir með þat alt, er komask mátti. Þá ætlaði Dana konungr at sigla liði því til ís- landz ok hefna níðs þess, er allir íslendingar höfðu hann níddan. f'at var í lögum haft á íslandi, at yrkja skyldi um Dana-konung níðvísu fyrir nef hvert, er á var landinu; en sú var sök til, at skip þat, er ís- lenzkir menn áttu, braut í Danmörk, en Danir tóku upp fé alt ok köll- uðu vágrek, ok réð fyrir bryti konungs, er Byrgir hét. Var níð ort um þá báða. . . . Haraldr konungr bauð kunngum manni at fara í ham- förum til íslandz ok freista, hvat hann kynni segja honum; sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landzins, þá fór hann vestr fyrir norðan landit. Hann sá, at fjöll öll ok hólar váru fullir af landvéttum, sumt stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vápnafjörð, þá fór hann inn á fjörðinn ok ætlaði á land at ganga. Þá fór ofan ór dalnum dreki mikill ok fylgðu honum margir ormar, pöddur ok eðlur, ok blésu æitri á hann; en hann lagðisk í brot ok vestr fyrir land alt fyrir Eyja- fjörð; fór hann inn eptir þeim firði; þar fór móti honum fugl svá mik- ill, at vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, ok fjölði annarra fugla bæði stórir ok smáir. Braut fór hann þaðan ok vestr um landit ok svá suðr á Breiðafjörð ok stefnði þar inn á fjörð. Þar fór móti hon- um griðungr mikill ok óð á sæinn út ok tók at gella ógurliga; fjölði landvétta fylgði honum. Brott fór hann þaðan ok suðr um Reykjanes ok vildi ganga upp á Vikarskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi ok hafði járnstaf í hendi, ok bar höfuðit hæra en fjöllin, ok margir aðrir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.