Eimreiðin - 01.09.1916, Page 18
»74
Thiset kvartar yfir þvi, að merkisbreytingin íslenzka 1903
hafi óprýtt danska ríkismerkið. Nú séu í þeim reit þess eintómir
bláir feldir, og sé það því tilbreytingarminna en áður, þegar rauði
feldurinn með þorskinum var þar. Sama mætti og finna að land-
vætta-skjaldmerkinu. En úr þessu mætti bæta. Á miðju bláa
skjaldarins mætti setja eins lagaðan minni skjöld og á honum
silfur-þorskinn (óflattan) með gull-kórónu. Tað er hvort sem er
12. Landvætta-skjaldmerkið.
gamalt merki, og þyrftum við ekki að fyrirverða oss fyrir það.
Ef landvættirnar að nokkru leyti tákna gamla tímabilið í sögu
landsins, þá táknar þorskmerkið líka annað tímabil — eftir að
landið komst undir konung. Skjaldmerkið mætti gjarnan sýna
bæði, því að þau ættu bæði að vera oss jafnminnisstæð. En þá
mætti líka láta gamla þorskmerkið endurbætt vera í danska ríkis-
merkinu, því að það yrði hvort sem er ekki rúm fyrir alt íslenzka
tillögum berra Halldórs Hermannssonar, og er þar stuðst við landvættamyndirnar
á 1000 ára minningarbréfi Gröndals. RITSTJ.