Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 19

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 19
i75 skjaldmerkið þar. Þetta er ekki dæmalaust. I enska skjaldmerkinu er í vinstri reitnum efri stökkvandi ljón, og táknar það Skotland • það er tekið úr skozka skjaldmerkinu, sem er miklu stærra. Annars er það og merkilegt, að bæjarfélög á Islandi skuli ekki hafa merki, eins og tíðkast erlendis. Mætti þar og velja söguleg efni. Reykjavík hefir söguna um öndvegissúlurnar, og er sjálf öndvegisbær landsins. Akureyri hefir söguna um Helga magra og átrúnað hans: kross og hamar. Vel gerð og falleg merkj prýða opinberar byggingar, skjöl og annað, sem heyr ir bæj. unum. Eg skrifa þetta ekki til að vekja skjaldmerkismálið upp á ný. Pað má einu gilda, þegar öllu er á botninn hvolft, hvaða skjald- merki landið hefir. En ég hefi oft hugsað um þetta mál, og nú kom greinin í »Aarböger« mér af stað, til þess að skrifa þetta mönnum til fróðleiks og skemtunar. HALLDÓR HERMANNSSON. Nokkur kvæði. I. KOMDU — Heitrofi, heitrofi hrópa ég á þig, það eru álög, sem ástin lagði á mig. . . . Komdu, ég skal brosa í bláu augun þín gleði, sem að aldrei að eilífu dvín. Komdu, ég skal kyssa í þig karlmensku og þor, hreystina og fegurðina og frelsisins vor. Komdu, ég skal gráta í þig göfgi og trú, og hugsun þinni byggja upp í himininn brú. I 2*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.