Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 22

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 22
17» En eitt sinn, er hún hjá börn- unum sínum undi sér vel, lét klerkurinn skotmanninn skjóta ’ana í hel. Og dauð á litlu börnunum sínum hún blæðandi lá kristinna manna kirkjuturni á. Við það gladdist klerkurinn, en glaðari þó hann varð, er skotmaðurinn hreytti hreiðrinu niður í garð. En lesi klerkur messu og lofi drottins nafn, þá flögrar yfir kirkjunni kolsvartur hrafn. DAVlÐ STEFÁNSSON. Fjarlægð og hreyfing stjarna. — Tvístjörnur. Eftir dr. f>ORVALD THÓRODDSEN. Pegar vér á heiðríku vetrarkvöldi lítum til himins og athug- um hinn tindrandi stjörnugrúa, verður oss ósjálfrátt að ætla, að stjörnur þær, er vér sjáum, séu óteljandi margar.1) En svo er ekki; stjörnur sýnilegar með berum augum eru miklu færri en flestir hyggja. Eðlilega kemur það undir sjón manna og skærleika lofthvolfsins, hve margar hver og einn sér; með vanalegum aug- um sjást glögglega aðeins rúmar tvö þúsund stjörnur, í mesta lagi 30CXD, á öllu himinhvolfinu beggja megin jarðar, eða þúsund (til ‘) í grein þessari verður aðaliega skýrt frá seinni tíma rannsóknum viðvíkj- andi eðli stjarna og niðurskipun í geimnum, en að mestu leyti slept því, er snertir almenna stjörnufræði. I þeirri fræðigrein eru til ýms góð rit á íslenzku, t. d. G. F. Ursin's Stjörnufræði. Jónas Hallgrímsson íslenzkaði. Viðey 1842. Bjóm Gunnlaugsson: Leiðarvísir til að þekkja stjörnur 1—2. Reykjavík 1845—1846. Bjöm Jensson: Stjörnufræði (Sjálfsfræðarinn I). Reykjavík 1889 o. fl.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.