Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 23

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 23
179 1500) á hverju hálfhveli. Hinir fornu grísku stjörnuspekingar Hipparkos og Ptólemæus hafa samið stjörnurollur yfir allar stjörn- ur, er þeir þektu á hinu norðlæga himinhveli (hið syðra var þá öllum ókunnugt), og í þeim skrám eru rúmar þúsund stjörnur tald- ar; sjónpípur voru þá ekki til og meira sást ekki glögglega. Stjörnum þeim, sem sjást með berum augum, er skift í 5 eða 6 flokka, og er jafnan 2*/s sinnum meira ljósmagn þess flokks, sem á undan er. í fyrstu röð eru aðeins 20 stjörnur taldar; þær eru bjartastar og sjást fyrst á kvöldin, er myrkrið fer að færast yfir; í annarri röð eru 50 stjörnur, í þriðju röð 200, í fjórðu röð 600, í fimtu röð 1200, en í sjöttu röð 3600 stjörnur. Af 6. flokki sjá vanaleg augu aðeins fáar stjörnur, en einstöku menn geta þó séð meginið af þeim, þó daufar séu, í mjög heiðskíru lofti, eink- um á háfjöllum, því þar er loftið hreinast. Pær stjörnur, sem ekki sjást með berum augum, en aðeins í sjónpípum, eru flokkaðar á- sama hátt, og fjölgar þeim óðum, eftir því sem flokkatalan hækk- ar; í 7. röð eru t. d. taldar 14 þúsund stjörnur, í 8. röð 60 þús- undir, í 9. röð 315 þúsundir o. s. frv. I hinum beztu sjónpípum nútíðarinnar sjást að minsta kosti 50 miljónir stjarna. Snemma tóku menn með mikilli fyrirhöfn að ákveða innbyrð- is afstöðu stjarna og semja stjörnuskrár. í stjörnurollu Ptólemæosar frá árinu 138 e. Kr. eru taldar 1025 stjörnur; þegar menn aftur fóru að fást við stjörnufræði eftir miðaldamyrkrið, óx stjörnutalan dálítið fram á 17. öld, og í stjörnuskrá Jðh. Hevels 1661 eru tald- ar 1553 stjörnur. En eftir að farið var að nota sjónpípur, fjölgaði óðum stjörnum þeim, sem skrásettar voru, og S stjörnuskrá F. W. Bessels í Königsberg 1833 voru taldar 62,500 stjörnur á norður- hveli himins, í skrá F. W. Argelander's í Bonn 1859 315 þúsundir stjarna til 9. stærðar. Nú eru menn farnir að gjöra ljósmyndakort yfir himinhvelfinguna, til að skrásetja allar stjörnur til 13. raðar og ákveða legu þeirra; búast menn við, að þær verði yfir þrjár miljónir að tölu; en hinar daufustu og fjarlægustu, sem koma fram á ljósmyndaplötunum, verða eigi skrásettar að svo komnu. Frá því í fornöld hafa stjörnur verið flokkaðar í hin alkunnu 12 stjörnumerki, auk margra annarra fleiri; þessi merki eru talin í hinum íslenzku stjörnufræðisbókum (og myndir af þeim framan á almanakinu íslenzka), og verður þeirra eigi hér getið. Hinar björtustu stjörnur hafa snemma fengið sérstök nöfn, allmörg eru

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.