Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 29

Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 29
185 oft verið reynt við hina björtu stjörnu Kanópus á suðurhvolfi, og hinn frægi stjörnufræðingur Símon Newcomb í Ameríku (f. 1835, d. 1909) tekur það fram, að mælingar þessar hafi verið svo nákvæm- ar, að það sýni sig, að stjarna þessi hafi svo lítið skekkjuhorn, að það nái eigi hundraðasta hluta úr sekúndu. Setjurn svo, að árleg »parallaxis« þessarar stjörnu væri t. d. einn 125. hluti úr sekúndu — og líklega er hann enn minni —, þá hlyti hún að vera í 400 ljósára fjarska. Ef nú stjarna þessi er nokkru nær okkur en vetrarbrautin, sem öll líkindi eru til, þá þarf ljósið líklega um 500 ár, til þess að ná frá aðal-stjörnugrúa vetrarbrautarinnar til jarðarinnar. Megin vetrarbrautarinnar er þannig meira en hundrað sinnum fjær oss en hin næsta fastastjarna (Alfa Kentauri); en þaðan kemst ljósið á 4^/2 ári. Mannlegan anda svimar við að hugsa um slíkar stærðir. Ljósið er hinn eini boðberi um geiminn, sem vér þekkjum, og mundi segja frá öllu, sem gerist, ef við kynnum að spyrja það. Pó ljósið sé fljótt, þá höfum vér þó séð, að það þarf samt tíma til þess, að komast hinar löngu leiðir milli sólkerfanna. Pað, sem gerist á næstu sólkerfum, fréttist ekki hingað, fyr en eftir 4—5 ár. Pegar einhver mikill viðburður gerist úti í geimnum, ný stjarna fuðrar upp, er tveir hnettir rekast á, eða eitthvað annað þvílíkt, og vísindamennirnir skoða þennan atburð með undrun og athygli, þá er hann fyrir löngu genginn um garð, og alt hefir ef til vill komist í samt lag löngu áður en vér fáum fregnina um viðburðinn. Ef maður gæti hugsað sér, að einhver stjörnuspek- ingur á einhverjum hnetti í vetrarbrautinni ætti svo góða sjón- pípu, að hann gæti séð alt og skoðað, er við ber á jörðunni, þá sæi hann ekki það, sem nú gerist, heldur mundu skuggamyndir liðinna alda bregða honum fyrir sjónir, mismunandi eftir því, hve ljósára-fjarlægð hans væri mikil. Nú vitum vér, að hinar yztu stjörnur í vetrarbrautinni eru enn lengra burtu en 500 ljósár, ef til vill helmingi fjarlægari, þó menn nú reyndar ekki viti það með neinni vissu. Vitrar verur á endimörkum heims, útbúnar með hentugum tækjum, gætu orðið miklu fróðari um sögu fyrri alda, en vér erum; en þá er að vita, hvort þeim þætti það fyrir- hafnar-vert, að skygnast um á jörðunni; mannkynssagan er sjald- an svo aðlaðandi, að hún gæti verið girnileg til fróðleiks fyrir vitrari verur, en vér erum. Pað þarf varla að fara langt út fyrir vébönd náttúrunnar, til þess að hugsa sér, að til væri skynjan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.