Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 32

Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 32
i88 þjóti stöbugt áfram, jafnt og þétt, ár eftir ár og öld eftir öld, þá virðist oss sökum fjarlægðarinnar stjörnu þessari mjög lítið miða áfram. Hingað til hefir með ljóssjá verið mæld hreyfing 4—5 þúsund stjarna, en ekki hefir enn tekist að finna neina reglu eða aðal-lögmál, er hreyfingar stjörnugrúans fylgi. Fyrir vorum sjón- um geysast sólirnar um geiminn í allar áttir, stefnulaust, eins og síli í sjó; en eitthvert oss ókunnugt mark eða mið hlýtur að liggja bak við alla fjölbreytnina. Slík fyrirbrigði er svo afarörð- ugt að skilja, af því vér höfum svo takmarkað vald yfir tíma og rúmi. Þó má sjá, að sumar nálægar stjörnur stefna ferð sinni í sömu átt; þannig hafa 5 af 7 aðalstjörnum Vagnsins sömu stefnu, og í stjörnuþyrpingunni Hýades í Nautsmerki, nærri Sjöstirninu, hafa menn athugað 66 stjörnur, sem allar hreyfast f sömu átt; í Sjöstirninu fylgjast ýmsar stjörnur að, sumar í þessa átt, aðrar í hina. En hér er nú aftur að athuga, að vér vitum svo lítið um fjarlægð stjarna, að þær, sem sýnast oss nálægar og mynda stjörnumerki himinsins, eru eflaust oft svo dreifðar og fjarlægar hver annarri, að þar er ekkert samband á milli, þó oss sýnist svo. Hvort nú þessar óteljandi sólir í geimnum með tilheyrandi reiki- stjörnum eru á ferðinni í kringum aðalsólir eða óþektar þunga- miðjur, vita menn ekkert um. í*ó menn stundum hafi ímyndað sér einhverja slíka niðurröðun og innbyrðis aðdraganda meðal sólkerfanna, endalausan hringdans himintungla, eins og getið er í Njólu, þá er það ekkert annað en getgáta, sem engin heim- d hefir enn þá getað fundist fyrir. Ýmsir stjörnufræðingar á 19. öld þóttust finna rök fyrir þvf, að sól vor og fleiri sólir mundu hreyfast kringum þungamiðju í Sjöstirninu, líklega stjörn- una Alkýóne. Pess getur Benedikt Gröndal: Frá Alkýóne’s undurskæru sól, þar alheims kveða þungamiðju standa, um heimsins endalausa stjörnustól stríðfleygan þjóta læt ég standa. En nákvæmar rannsóknir seinni tíma hafa ekki fundið næg rök fyrir þessu, og hafa nú allir horfið frá þeirri getgátu. Að því er stærð stjarnanna snertir, vita vísindin lítið eða ekkert með fullum sanni, en verða að þreifa sig áfram með samanburði og líkingum. Af því engin kringla sést á neinni stjörnu í beztu sjónpípum, er ekki hægt að framkvæma neina

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.