Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 33

Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 33
189 beina mælingu stærðanna. Birta stjörnu eða ljósmagn gefur þó dálitla bendingu um hlutfallslega stærð stjarna. Pannig hafa menn mælt, að hin skæra stjarna Kanópus sendir frá sér 10 þúsund sinnum meira ljós en vor sól; ef nú yfirborð hennar hefir sama Ijósmagn sem yfirborð sólar, yrði þvermál hennar að vera 100 sinnum. meira. En með því Kanópus er hvít stjarna, eins og Siríus, er hún líklega töluvert heitari en vor sól og hefir því meira ljósmagn; en þó ljósafl hennar sé 20 sinnum meira á hverjum bletti, en ljósafl vorrar sólar, þá hlýtur hún að vera 22Ya sinnum meiri að þvermáli. Nú eru líklega hinar hvítu stjörn- ur ákaflega heitir gufuhnettir og efnið miklu léttara en í vorri sól, en þá verður víðátta þeirra eða stærð í geimnum þess meiri. Beta í Ökumanni er stjarna 2. stærðar og tvístjarna, 5 sinnum stærri að efnismagni en vor sól, og lýsir 117 sinnum meira; tví- stjarnan Gamma í Ljónsmerki er líka stjarna af 2. stærð, en lýsir 300 sinnum meira en sólin, o. s. frv. Af þessum og fleiri dæm- um, sem hægt væri að tilfæra, er það augljóst, að margar stjörn- ur eru bæði stærri og bjartari en sólin; en til eru líka allmargar stjörnur, sem menn vita um, að lýsa miklu minna, og það jafnvel 50—100 sinnum minna en vor sól; þessar stjörnur hljóta því að vera minni en sólin, eða hafa minna ljósmagn vegna kólnunar, ef þær eru stærri. Stjörnurnar eru því eflaust mismunandi stórar, sumar stærri en vor sól, sumar minni. í greininni hér á undan höfum vér skýrt frá því, hvernig mönnum hefir tekist að kanna efnasamsetningu stjarnanna, og hafa séð, að þar eru sömu efnin sem í sólkerfi voru; en þó eru líldndi til, að ýms efni séu til sumstaðar úti í geimnum, sem vér ekki þekkjum á vorri jörð. Stjörnurnar eru sólir á mismunandi aldri og þroskastigi, mismunandi heitar og þéttar eftir kólnuninni, og getur spektróskópið allnákvætnlega skýrt frá flestum fyrirbrigð- um, er þar að lúta. Sólir þessar eru eflaust miðdeplar í sólkerf- um með reikistjörnum, tunglum, halastjörnum og stjörnuhröpum, eins og í voru sólkerfi. Ekki hefir þó enn tekist að kanna neitt slíkt sólkerfi, þau eru alt of fjarlæg til þess, að hægt sé að rann- saka þau með sjónpípum; í beztu kíkjum eru björtustu stjörnur, eins og fyr var getið, aðeins stærðarlausir ljósdeplar, og er því ekkert viðlit, að hægt sé að sjá plánetur slíkra stjarna eða annan heimilishag þeirra sólkerfa. Par hefir spektróskópið, þetta undra- verkfæri, þó hjálpað dálítið áleiðis; það hefir sannað, að önnur '3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.