Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 37

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 37
193 sjúkrasamlaganna er liður í einhverri hinni þörfustu þjóðfélags- hreyfingu, er óx upp undir lok 19. aldarinnar. Aðalhugsjón hreyf- ingarinnar er bygð á þeirri reynslu, að menn styrki bezt hverjir aðra með einingu og samtökum. »Samtökin efla alla dáð, I ork- una glæða, viljann hvessa* o. s. frv. Sjúkrasamlögin eru félags- skapur, er styður og hjálpar mönnum, er þeir þurfa mest hjálpar við, en það er, þegar sjúkdóm ber að höndum, og einkum eru þaú stórmikil blessun fyrir lægri stéttir þjóðfélagsins, svo sem fá- tæka verkamenn og daglaunamenn eða þurrabúðarmenn. Pau eru hjálp til sjálfbjargar fyrst og fremst, og þau auka vellíð- an og velmegun hvers einstaklings og þjóðanna í heild sinni, með því að lengja lífið og bæta heilbrigðisástandið, af því þau gera þeim mönnum mögulegt að leita sér læknishjálpar, og læknishjálp- ar í tæka tíð, sem annars í mörgum tilfellum fara á mis við þessa hjálp. Stjórnir flestra landa hafa líka smásaman séð betur og bet- ur, hve gagnleg sjúkrasamlögin eru, og hafa með fjárframlögum stutt þau meira og meira, ár frá ári. Prátt fyrir öll þau ósköp og alla þá tryllingu, sem nú geisar yfir í heiminum, þá verður því þó ekki neitað, að hvert þjóðfélag fyrir sig hefir nú meiri vilja á, en fyr á tímum, að styrkja og efla gagnleg félög og mannúðarsam- tök einstaklinganna. I fornöld báru menn ekki þesskonar áhyggj- ur fyrir brjósti. Hvorki stjórnir ríkjanna, þjóðfélögin sjálf né ein- stakir auðmenn hugsuðu þá um að setja á stofn eða styrkja félög eða samtök, er gætu orðið almenningi til hjálpar og heilla. Hver varð að bjarga sér, sem hann bezt gat. Aðeins hjá Gyðingum og lítilsháttar hjá Aþenuborgarmönnum bólar á lagaboðum og stofn- unum, er rétta skyldu sjúkum og fátæklingum hjálparhönd. Ef Grikki eða Rómverji veitti nauðstöddum náunga hjálp eða fjár- styrk, þá var það sjaldnast af meðaumkun eða samhygð með honum, heldur aðeins í því skyni gert, að fá hrós hjá múginum fyrir góðverkið og á þann hátt fá meiri pólitísk völd og áhrif. Meðaumkunarsemi og mannréttindatilfinning voru næstum ekki enn vaknaðar í brjóstum manna, ekki einu sinni hjá þeim beztu og hámentuðustu. Heimspekingurinn Seneca segir þannig á ein- um stað í bókum sínum, að það sé óhugsanlegt, að nokkur geti auðmýkt sig svo djúpt, að hann þó ekki í hjarta sínu hafi viðbjóð á fátæklingum og þurfamönnum, og í bók sinni um »Hugsjóna- ríkið« gerir Plató ekki ráð fyrir neinum fátæklingum eða beín- ingamönnum, og ef að þeir skyldu samt sem áður slæðast inn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.