Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Side 42

Eimreiðin - 01.09.1916, Side 42
annaðhvort faðir eða móðir, þá hafa þó bæði börn þeirra og fóst- urbörn félagsréttindi. Sama er að segja um ekkjur og ekkjumenn, sem eiga yngri börn en 15 ára, og ógiftar stúlkur, er börn eiga. Ef foreldrarnir eru félagar hvort í sínu sjúkrasamlagi, þá njóta börnin félagsréttinda í því samlagi, se.m faðirinn er í. Svo sem að framan hefir verið á minst, verða félagsmenn strax að gera stjórninni aðvart, er þeir þarfnast einhverrar hjálpar frá sjúkrasamlaginu, hvort heldur það er læknishjálp, spítalavist eða dagstyrkur, sem um er að ræða. Eó þurfa félagsmenn í sjúkrasamlögum þeim, sem hafa fastan samning við lækni um á- kveðin laun árlega, ekki að fara til stjórnarinnar í hvert sinn, er þeir snúa sér til læknisins. Pað nægir, að þeir taki félagsbók sína með sér til hans, er sýnir nafn þeirra, númer, bústað og stöðu. Læknirinn skrifar svo seðil til formanns um, að viðkom- andi félagsmaður sé veikur og ófær til vinnu, og fær hann svo dagstyrk frá þeim degi, er hann fyrst leitaði sér læknishjálpar og læknir úrskurðaði, að hanti skyldi ganga tii sængur eða að minsta kosti hætta vinnu sökum krankleikans. Lög sjúkrasamlaganna hafa ýms ákvæði um takmörkun á greiðslu dagstyrksins, þegar sérstaklega stendur á. Þegar miklar landfarsóttir geisa yfir, getur stjórnin þannig ákveðið, að dag- styrkurinn falli alveg burtu. Sama gildir, ef slys er orsök til veik- inda félagsmanna; sjúkrasamlögin eru ekki heldur skyld að borga dagstyrk til þeirra af þeim, er vátrygðir eru í ríkisviðurkendum slysavátryggingarfélögum og fá dagstyrk frá þeim. Peir félags- menn, sem hafa fasta stöðu og halda óskertum launum sínum í veikindum, fá heldur engan dagstyrk. Sængurkonur fá aðeins dagstyrk í 10 daga eftir barnsburð- inn, en hann er nokkru hærri en í veikindum, eða 1 kr. á dag. Allir efnalitlir félagar sjúkrasamlaganna, sem búa í sveit, eða að minsta kosti einn kílómetra frá lækni, og ekki eiga vagn, og helzt tvo hesta, eiga samkvæmt lögum heimtingu á, að sveitar- stjórnin annist um bifreið eða hesta og vagn handa lækni eða ljósmóður til þeirra sjá'fra og fjölskyldna þeirra. Sömuleiðis á sveitarstjórnin að annast um flutning sjúklinga á spítala. Þessi hjálp frá sveitinni er ekki fátækrastyrkur. Menn geta ekki fengið dagstyrk lengur en í 26 vikur á ári eða 13 vikur í senn með 13 vikna millibili. Enginn getur fengið dagstyrk frá sjúkrasamlögum lengur en í 60 vikur á samfleyttum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.