Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 48

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 48
204 SJÚKRASAMLÖG Á ÍSLANDI. I stuttu máli hefi ég þá reynt að lýsa starfsemi og fyrir- komulagi sjúkrasamlaganna í Danmörku í öllum höfuðatriðum. Aðaláform mitt hefir verið, að benda mönnum á nytsemi þessara stofnana, nytsemi, sem bæði land og lýður, aldir og óbornir, njóta gott af. Ef þessi litla ritgjörð gæti vakið áhuga manna á íslandi til að stofna sjúkrasamlög, þá er tilgangi mínum náð. Mér er nú ekki fullkunnugt um, hve mörg sjúkrasamlög eru til, eða hafa verið sett á stofn, á Islandi; en veit, að þau eru sárfá og fámenn. Áhugann vantar enn þá hjá þjóðinni, og einkum hjá stjórninni, þrátt fyrir ötula framsókn Guðmundar landlæknis Björns- sonar og fleiri annarra, sem bæði í ræðu og riti hafa starfað að framkvæmd þessa mikilvæga málefnis. Ég hefi nú íhugað málið á marga vegu, og ég get ekki bet- ur séð, en að sjúkrasamlög muni geta þrifist um land alt, ef rétt er á stað farið, og ef landsstjórnin vill styðja þetta nauðsynjamál, sem ég tel sjálfsagt, þegar félögin fyrst eru komin á fót. Pað er nauðsynlegt að íhuga allar kringumstæður, þegar um það er að ræða, að stofnsetja sjúkrasamlög. Pað þarf að reikna öll útgjöld út nákvæmlega, þarf að taka tillit til alls þess kostn- aðar, sem hugsanlegur er; en þetta er mjög erfitt að gera í byrjun, áður en nokkur reynsla er fengin. Éað verður því helzt að gera kostnaðaráætlunina ríflega í byrjun. Ef svo seinna er hægt að lækka gjöldin, þá er það ágætt. Éað er langtum betra að þröngva heldur um réttindi félagsmanna í fyrstu og gera til- lögin ríflegri. Pað munar engan um að greiða 25—50 aurum hærra eða lægra gjald á mánuði, en sjúkrasamlagið munar um þessar smáupphæðir, því margt smátt gerir eitt stórt. Fleiri aðrar ráð- stafanir er og hægt að gera, til þess að tryggja samlögin að nokkru í efnalegu tilliti. Fyrst og fremst það, að félagsmönnum sé innrætt að sækja ekki lækni eða leita læknishjálpar að óþörfu; en það er oft hætt við, að félagið verði misbrúkað þannig af sumum, því að altaf er misjafn sauður í mörgu fé. Sumir hugsa sem svo: Ég þarf ekki að horfa í kostnaðinn við að leita mér og mínum læknishjálpar, því að sjúkrasamlagið greiðir hann, og þar sem ég geld tillög mín, á ég og heimtingu á öllum þeim rétt- indum, sem ákveðin eru í lögunum. En þetta er slæmur hugs- unarháttur, og leiðir oft til, að sjúkrasamlögiti fara á hausinn,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.