Eimreiðin - 01.09.1916, Qupperneq 49
205
þegar margir félagsmenn hugsa á líkan hátt. Menn verða að
gæta þess, að hver félagi er hluti af sjúkrasamlaginu, og ef að
því végnar vel, er það ágóði fyrir hann.
Pað ríður á að vekja áhuga og auka þekkingu almennings á
stofnun sjúkrasamlaga og fyrirkomulagi þeirra. Blöðin ættu að
skýra málið sem bezt fyrir mönnum, og ötulir ungir menn í
hverju héraði eða sveit ættu að ganga í broddi fylkingar og
ræða málið á fundum. Væri það ekki gott og sæmilegt starf fyr-
ir ungmenna- og fundafélögin, að verða frumherjar þessa
máls?
Eins og áður var á minst, er afaráríðandi að reikna út allan
þann kostnað, sem sjúkrasamlögin eiga að bera. Ég vil nú koma
fram með áætlun um útgjöld þau, er ég hugsa mér, að miðlungs-
stórt íslenzkt sjúkrasamlag yrði að greiða af höndum, og síðan
skýra frá, hvernig ég hefi hugsað mér, að samsvarandi tekjur
fengjust, svo að það gæti borið sig.
Setjum svo, að í þorpi með 5—600 íbúum væri hægt að fá
40 fjölskyldur og 60 einhleypa menn og konur til að ganga 1
félagið. Ég tel það sjálfsagt, að allir læknar á landinu mundu
vilja styðja sjúkrasamlagahreyfinguna og vera vægir í kröfum sín-
um í fyrstu; því að það mun áreiðanlega borga sig fyrir þá í
framtíðinni. Álít ég og sjálfsagt, að sjúkrasamlögin á íslandi, að
minsta kosti í kaupstöðunum og öllum stærri kauptúnum, hafi
fastan samning við læknana.1) Ég gizka því á, að hæfileg þókn-
un til lækna væri 8 kr. fyrir hverja fjölskyldu á ári og 4 kr. fyr-
ir hvern einhleyping. Sömuleiðis get ég til, að hver hinna 140
fullorðnu félagsmanna yrði veikur og ófær til vinnu eina viku á
ári, og að hver karlmaður fái 1 kr. í dagstyrk á dag, en hver
kona 50 aura. Ef jafnmargir karlar og konur eru í samlaginu,
verða útgjöldin til dagstyrks 70 X 7 + 7° X 31/2 eða samtals
735 kr. á ári. Ennfremur geri ég ráð fyrir, að sjúkrasamlögin
verði að greiða kostnað við vist félagsmanna á heilsuhæli, geð-
veikrastofnun eða á spítölum, er samsvari að upphæð 15 mánaða
veru þar árlega. Og ef kostnaðurinn á stofnunum þessum er tal-
inn 2 kr. á dag, verður kostnaðarupphæðin til spítalanna 900 kr.
á ári. Petta er að minni hyggju mjög rífleg áætlun. Loks gizka
x) Upp til sveita yrði víst að hafa svipað fyrirkomulag og í Danmörku og
sem um er getið hér að framan.
14