Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 51

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 51
207 Margir, sem lesa þennan útreikning, munu nú sjálfsagt spyrja sem svo: Er maðurinn alveg bandvitlaus ? Hvernig dettur honum í hug, að alþingi vilji punga út með alla þessa miklu styrkveitingu til sjúkrasamlaga ? En látum oss nú í ró og næði íhuga málið, og skygnast eftir, hve há útgjöld landssjóðs verða eftir þessari áætlun. Eg geri þá fyrst ráð fyrir, að sjúkrasamlög á Islandi nái jafnmikilli útbreiðslu eins og í Danmörku, eða að 45 °/o allra íbúa landsins gerðust félagsmenn; yrðu það þá hérumbil 40,000 matina, sem t samlögin gengju. Samkvæmt útreikningi mínum er kostnað- ur landssjóðs til að tryggja 300 manns 940 kr. á ári; til þess að veita 40,000 sama styrk, þyrftu þá hérumbil 122,200 kr. árlega. Þetta er auðvitað allmikil fjárupphæð, en að mínu áliti ætti hún ekki að vaxa mönnum í augum. Skattarnir á íslandi eru ótrúlega lágir í samanburði við skattana í útlöndum. Manni næstum blöskr- ar að lesa um, hve lítið útsvar menn í Reykjavík, með 5000 kr. árstekjum, greiða. Pað er 3—4 sinnum minna en útsvar það, er hvílir á álíka háum tekjum í kaupstöðum á Jótlandi! t*að er eng- inn vafi á því, að efnamenn á íslandi greiða altof lágan skatt til sveitarsjóða og landssjóðs, og með því að hækka hina beinu skatta lítið eitt, væri óefað hægt að ná aftur miklum hluta af útgjöldun- um til sjúkrasamlaganna inn í landssjóð. En setjum nú svo, að al- þingi fengist ekki til að veita meira en helming af ofannefndri fjár- upphæð — og það ætti ekki að vera landssjóði ofvaxið, að greiða 60 þús. kr. á ári til jafnnauðsynlegra stofnana og sjúkrasamlög eru fyrir land og lýð —, þá ættu menn ekki að láta árar falla í bát fyrir það eða hætta við að stofnsetja sjúkrasamlög um land alt. Ég tel sjálfsagt, að sveitarsjóðir myndu sjá hagnað sinn í að styrkja samlögin á ýmsan hátt, t. d. með 1 kr. styrkveitingu á ári fyrir hvern félagsmann. Engum sveitarsjóði mundi ofvaxið, að leggja út einar 100—150 kr. á ári í þessar þarfir. En jafnvel þótt hvorki al- þingi né sveitarstjórnir vildu leggja neitt fé fram til sjúkrasamlag- anna, þá ætti þó frumherjum þeirra ekki að fallast hugur fyrir það. það er hægt að auka tekjurnar og lækka útgjöldin á margvíslegan hátt, ef félagsmenn eru vel samhuga. Pað má altaf fá nokkrar auka- tekjur með því, að halda skemtisamkomur, tombólur eða því um líkt einu sinni eða tvisvar á ári. Og útgjöldin má lækka með því, að allir efnaðri félagsmenn gæfu sjúkrasamlaginu eftir dagstyrkinn, þegar sjúkdómur þeirra er' ekki langvarandi' og því skaðar þá lítið í efnalegu tilliti. Slíkt gera margir félagsmenn sjúkrasamlaga í Dan- >4'

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.