Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 59

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 59
215 Sé það rétt, eða nokkurnveginn nærri sanni, að glapstigageng ætt- jarðarást hafi komið styrjöldinni af stað, þá er hugsunarrétt afleiðing af þeirri skoðun, að spyrja sjálfan sig á þessa leið: Hefir ættjarðarástin íslenzka sloppið við að ganga á glapstigum? Hefir hún eigi komið styijöld af stað, þó að okkar land hafi sloppið við blóðstrauma og mannfall? Þcgar ég nefni ættjarðarástina okkar, minnist ég þess með gleði, að gott er um að litast á sumum sviðum innanlands, þeim sem ætt- jarðarástin hefir numið og bygt með sönnum og falslausum þrifnaði. Föðurlandskærleikur, brjóstheill og laus við fótfúa, er í hverjum bæ og býli, þar sem fjölskylda býr og situr að arineldi með þeim hug og ásetningi, að sitja þar meðan sætt er fyrir harðindum og óárani í mann- fólkinu. Sú ættjarðarást er einlæg, sem horfist í augu við lífsbaráttuna og óblíðu veðráttunnar, með þeim ásetningi og ummælum: Hér er ég borin og hér vil ég beinin bera. Þessi ættjarðarást ann tungunni og þjóðerninu — þeim hluta þess a. m. k., sem á rætur sínar og lífslindir í jarðvegi merkilegra endurminninga og heilbrigðra vona. En þessi ættjarðarást hagar sér þvílíkt sem feimin mær, sú er situr heima og lifir í þagnargildi. Hennar saga er ósögð enn og mun þvf miður verða síðla kend í skólunum. Þessi ættjarðarást hefir eigi vakið innanlandsóeirðirnar. Hún hefir þvert á móti haldið við jafnvægi og verið sá sjóður, sem varnað hefir því, að þjóðin yrði gjaldþrota, bæði að fjármunum og manngildi. Við hvörflum hugskotsaugunum að þessu valkvendi í tómstundum vorum — 1 rökkrunum og í tunglsljósinu, þegar kyrðin ríkir og þögnin. Og þá blessum við hana eins og móður vora eða systur og dáumst að henni eins og ástmey. Þau augnablik eru hátíðleg. En hve mörg eru þau? Og hvernig tekst þ e i m að setja mark sitt á þjóðlífið — eða þann hluta þess, sem fer fram á stjómmálasviðinu? Stjórnmálamenn stórveldanna hafa farið þannig að ráði sínu, að ættjarðarást þeirra hefir smíðað morðvopnin og skorið upp herörina. Og hún hefir blásið í lúðrana og kveikt skoteldana, laugað löndin í blóði, gert akrana að orustuvöllum og listabyggingarnar að grjóthrúgum. Og hún hefir fylt Norðurálfuna af nálykt. Og þerna þessarar ættjarðarástar hefir verið og er lygin. Hún stóð við hlið Rússakeisara áður en fylkingar Þjóðverja herklæddust og hvíslaði að honum þeirri uppspunafrétt, að Þjóðveijar stæðn herklædd- ir úti á hlaði sínu. Og sama kvennsniftin gól þá galdra í eyra Vil- hjálmi borgabrjót, að Frakkar stikluðu vígbúnir við landamærin. En þá voru Frakkar ekki betur búnir en það, að herinn átti ekki á fæt- urna, né heldur einkennisbúninga, að sögn. Þessi rógnorn og Lokafrænka hefir átt höfuðból í þjóðlöndunum. En hún hefir haft í seli í okkar landi og orðið hér gott til málnytu. — Skyldi það vera úr vegi að líta inn í selið og litast um? Ég get ekki í einu erindi tekið til athugunar nema einn þátt þjóð- málasögu vorrar, og þó ekki nema aðalþráð hans. Ég á við það atriði, hvernig »ættjarðarástin« í landi vom hefir fjallað um »landsréttindin«, og ófriðinn, sem stafað hefir af þeirri ættjarðarást.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.