Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 60

Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 60
2l6 Hún byrjaði skeið sitt og framgöngu með því, að gera þjóðina logandi hrædda við ríkisráðið. í’ar mátti eigi koma með mál vor, þá áttum vér að vera innlimaðir — landið alríkinu. Þá voru landsréttind- in dauðadæmd. Isafold barðist lengi við þennan draug á þeim tíma, sem Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson sátu í bezta vitsmunajafnvægi slnu. En þá vildi ættjarðarástin í hinum herbúðunum »hengja Björn Jónsson*. Seinna gerðist hann ráðherra þessarar »ættjarðarástar« — því mið- ur. En þá sögu ætla ég nú ekki að rita. ísafold vann bug á hræðsl- unni við ríkisráðið með fágætum vitsmunarithætti, en gat þó ekki kom- ið henni fyrir kattarnef, m. a. fyrir þá sök, að blaðið snerist á hæli um »meinviðinn«, svo sem kunnugt er. Sá meinviður var sú setning í stjórn- arskránni frá 1903, að málefni vor skyldi sbera upp í ríkisráðinu«. í’á um leið var helzta blað landsins komið á móti sjálfu sér. Og þá varð »loft alt lævi blandið«. Þá gaus upp nýr moldviðrismökkur í landinu. Og ný hræðsla við ríkisráðið hertók hugina. Hræðslan við sambands- lögin — uppkastið — sigldi í kjölfar hinnar hræðslunnar. Og nú varð »ættjarðarástin« íslenzka í þeim ham, sem víðfrægur varð fyrir úthverf- una. Hún fylti blöð sín með árásum á nágrannaþjóðina og þyrlaði upp því moldryki, sem næst gekk sólmyrkva að svertu. — Næst þegar stjórnarskrárbreytingar komu til tals á alþingi, var sú bót sett á »meinviðinn«, að málefni vor skyldi bera upp »þar sem kon- ungur ákveður*. Allir vissu, hvað konungur mundi ákveða um þetta efni. Og þó var þessu játað á þingi. Konungur ákvað, að málin skyldi bera upp í ríkisráðinu — þangað til öðruvísi kynni að verða háttað sambandi landanna. Ummæli konungs og stjórnarformanns Dana um þetta atriði hlutu að verða gerð heyrinkunn í Danmörku, svo sem venja er til um stjómarathafnir. En þá fann »ættjarðarástin« okkar nýtt efni í nýtt púð- ur. Landsréttindum vorum átti að standa banvæn hætta af hinni dönsku auglýsingu, eða kunngerð um það, sem fram fór í ríkisráðinu. Nýjar kosningar ultu á þessu spánnýja brauðkefli. Hannes féll og Sigurður Eggerz hófst upp 1 hásætið að tilstuðlan »ættjarðarástarinnar«, sem fann nýja púðrið — og notaði sér það. Og þá kom »fyrirvarinn« til sögunnar. Áður var hann búinn að veltast og velkjast i laugartrogi og skírnarskál til athlægis og tafar þjóð- þrifamálum lands og lýðs Nú fór »ættjarðarástin« með hann á konungs- fund — þó ekki þann fyrirvara, sem þingmeirihlutinn hafði »dubbað upp«, heldur fór ráðherrann með efnið úr Hvannárfyrirvaranum, sem engan rélt átti eða kröfu til útflutnings. Honum var hampað í ríkisráð- inu — til ágreinings, en ráðherrann bar ekki fram stjórnarskrána til staðfestingar — stakk henni undir stól sinn. Og nú þóttist »ættjarðarástin« íslenzka hafa vel að verið, verið vitur og afkastamikil. Þessi þjóðmálakvensa gekk til kosninganna síð- ustu með þau orð á vörunum: Andstæðingum minna manna er ekki trúandi fyrir stórmálum þjóðarinnar — stjórnarskrá og fána. Fellið þá við kosningarnar. En kjósið mína menn. Þeir bjarga þessum málum úr brotsjónum á þurt land. Þjóðin lét ginnast og kaus þá menn, mennina, sem sporðreistu málin og veltu framkvæmdunum um hrygg —• þvert á móti loforðum

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.