Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 61

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 61
217 sínum fyrir kosningarnar. Og þjóðin virtist vera ánægð með þá niður- stöðu: að nærri tveim þúsundum króna var eytt úr landssjóði, til þess að síma heim hingað tvístíganda ráðherrans í ríkisráðinu, þann sem hann hafði í framkrókum, þegar hann stakk málunum svefnþorn, og hvarf með þau heim í þverpoka sínum. Og meirihluti þingmanna vorra tjáði sig samþykkan þessari ráðs- mensku. Þetta er ágrip af athafnasögu íættjarðarástar* vorrar, þeirrar, sero blásið hefir í hornið og stefnt þjóðinni á orustuvöll landvarnarinnar. Ég hefi ekki nefnt orðalagið, eða munnsöfnuð hennar, eða tunguvíg. Það efni þarf ekki að ræða í þetta sinn, því að það snertir ekki innviði er- indis míns. Ég ámæli ekki >ættjarðarástinni« íslenzku fyrir hvassyrði sín. Beiskyrði í landsmálaþrætum eru algeng, og eru þeir Pétur og Páll jafn- syndugir í þeim sökum, eða nærri því. En ég ámæli henni fyrir hitt, að gera sífelda gangskör eftir þrætu- eplum, láta sér aldrei lynda neina úrlausn málanna, humma fram af sér að hugsa um nauðsynjamálin heima fyrir og brigða loforð sín við kjós- endurna annars vegar, en konungsvaldið hins vegar. Af öllu þessu hátt- erni hlýtur að stafa ófriður, barátta, fjandskapur, innanlandsfúi og músa- gangur í mjöltrogi þjóðarinnar — hrindingar og átök yfir kjötpotti lands- ins. Þ. e. a. s. valdagræðgi og áflog um völdin og bitana. Ættjarðarást Rússa, Þjóðverja og Englendinga hefir hver um sig talið sér trú um, að hún héldi eigi sæmd sinni, nema því aðeins að hennar þjóð bæri ægishjálm yfir þjóðlöndunum, jafnvel álfunni, eða lengra út um heimskringluna. Sökum þessa ofdrambs hefir það hið hræðilega benrögn komið yfir þjóðirnar, sem nú rignir yfir þær og engan á sinn líka síðan sól tók að skína yfir heimskringluna. Ættjarðarástin okkar hefir blásið sig út á þvílíkan hátt, þar sem hún hefir ekki viljað fella sig við neitt annað en það, að hér væri »fullvalda rfki« — á pappírnum. Gáfaðir menn hafa jafnvel látið sér um munn fara þau orð, að það væri órannsakað mál, hvort vér værum vanburða til þess, að vera borgarar fullvalda ríkis. Þau orð féllu áður en styijöldin hófst. Nú hefir rás viðburðanna gert þessa rannsókn og gert hana all-rækilega. Og rannsóknin kemur með þá kaldrifjuðu niðurstöðu, sem sambands- lagamennirnir vissu um, áður en það mál var felt. Sú niðurstaða seg- ir: Stórveldin eru ekki sjálfstæð, þegar á herðir, ekki fullnóg sjálfum sér, þegar úlfur ófriðarins geisar um löndin með gapanda gini sfnu og logandi glyrnum. Og hverju mundu þá dvergríkin orka og smálöndin ? Ef dvergríkið er með réttu ráði, getur það ekki hugsað sér hærra en það, „að ráða innanlandsmálum sínum og eiga atkvæði um utan- landsmál, eða þátttöku í þeim, undir verndarvæng eða handarjaðri stærra veldis. Og ef þetta tekst, þá ber dvergríkið góðan hlut frá borði. f’vflík landsréttindi geta fóstrað og vemdað þjóðerni, tungu og menningu, friðsælu og efnahagsvelgengni. Þetta eru þau gæði, sem manninum veita stundlega hamingju. Og með þeim er lagður grund- völlur góðrar framtfðar — einstaklings og alþjóðar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.