Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Side 62

Eimreiðin - 01.09.1916, Side 62
218 Ef ættjarðarástin skilur þetta ekki, eða lætur sér eigi lynda þessi réttindi, þá er hún á glapstigum og mun reka sig á lokuð hlið eða lokuð sund, áður en hún kembir hærurnar. Pó að okkur greini á um þjóðmálin, viljum vér allir, sem ís- lenzka tungu tölum, veg og völd ættjarðar vorrar. Vér viljum, að hún lýsi út um löndin, ef svo mætti verða, með dáðrekki og atgerfi and- ans. Ég hefi hugsað mér, að það mætti helzt verða með aðstoð tung- unnar, bókmentanna og drengskaparins. Svo er að sjá, að hinir mennirnir hugsi sér að ná þessu tak- marki með öðrum hætti. Þcir ætla sér að gera Fjallkonuna fræga með nafni á pappímum. Landið má ekki heita — má ekki vera kall- að land, heldur ríki, í sambandslögum eða sáttmála þjóðanna. Og þessi hégómi hefir orðið kappsmál þeirra manna, sem vildu þó af- nema orður og titla. Undarlega er þeim mönnum háttað, sem lagt hafa í sölurnar landsfriðinn fyrir þetta hégómlega atriði. Og ekki getur þeim legið þungt á hjarta alþýðuheillin, eða þá örbirgð alþjóð- ar, sem heyja baráttu út af þessu smáræði, en láta nauðsynjamál lands og lýðs komast undir yfirráð fiskiflugnanna og mölsins. Landsréttindaættjarðarástin hefir komið fingraförum sínum á stjórn- arskrána, sem nú er gengin í gildi. Þar er t. d. girt fyrir það, að ís- lendingar búsettir erlendis geti náð þingsetu, eins og verið hefir. Og þetta gera mennirnir, sem lofa Jón Sigurðsson fyrir lífsstarf hans og þykjast byggja ofan á þá undirstöðu, sem hann lagði — í Danmörku. Og þetta er gert í nafni föðurlandselskunnar góðu. Svo virðist, sem þarna sé þó verið að bola frá manni, sem verið hefir þarfur á þingi oftar en óþarfur. Það er því eins og það sé gleymt í þessu írafári ættjarðarelsk- unnar, að setið hafa í Danmörku og Englandi þeir menn að heimilis- fangi, sem vitrir voru og spakir og þarfir þjóð sinni umfram flesta menn, sem heima sátu og voru þó góðir. Og enn er þess að minn- ast, að fjöldi íslenzkra manna situr nú í Vesturheimi, og gæti vel komið til mála, að þeir væru velkomnir á íslenzka þingbekki rakleiðis að vestan. — Styrjöldin, sem nú geisar, verður ef til vill kennari á sumum sviðum, og mun hún lækka rostann í gorgeir þjóðanna, jafnvel þeirra þjóða, sem sitja á friðstóli. Mér kemur í hug Noregur og Sví- þjóð. Þær þjóðir klóuðust öndverðar fyrir stuttu, svo að jafnvel horfði til vandræða. Það var á. því ári, þegar Noregur var á báðum buxum skilnaðarins. Nú í fyrra haust, þegar Surtur kom að sunnan með eldinn, tóku þessar þjóðir að rennast á hýrum augum, og er full- yrt, að þær hafi þá gert samband með sér til varnar og öryggis. Svona hjaðna bólurnar, þegar Ragnarökkur er fyrir dyrum og gluggum. Ég mæli ekki þessum orðum Norðmönnum til hneisu. Þvert á móti. Ég bendi á þetta svo sem annað tákn tímanna. Það er vizku- vottur, að smálöndin sjái hættuna, sem vofir yfir þeim, þó að fall-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.