Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 68
224
slíka snillinga á skautum. Menn og meyjar dönsuðu á skautun-
um fagra dansa í takt við hljóðfæraslátt stórrar sveitar, og salur-
inn endurómaði af hinu ágæta samspili allskonar hljóðfæra. Dans-
inn varð enn glæsilegri fyrir það, að dansendur voru skrýddir
allavega skrautlegum búningum, en rauðleit, bláleit og gulleit raf-
ljós slógu marglitum norðurljósabjarma yfir svellið. Mér fanst ég
vera í álfheimum
>og hoppa álfar hjarni á,
svo heyrist dun í fellumc.
Milli sýninganna var hlé, og máttu þá áhorfendur þeir, sem vildu,
stíga niður á svellið og reyna sig á skautum, því skautar fengust
þar léðir fyrir lágt verð. Var ég hissa, hve margir komu þar fram
á sjónarsviðið, af fólki eins og fólk er flest, sem reyndust hinir
fimustu á skautunum. Karlar og konur af ýmsum stéttum og
aldri sýndu þarna skautafimi sína, og einkum tók ég eftir mörg-
um hermönnum, bæði yfirmönnum og óbreyttum dátum, sem öfl-
uðu sér lófaklapps áhorfenda fyrir frækni og lipurð á skautunum.
En hér var margt fleira að sjá en skautafólkið. Um allar
svalirnar var »setinn Svarfaðardalur* af konum og körlum, skraut-
klæddum og í góðu skapi, er átu og drukku og nutu alls fagn-
aðar. Hér var eins og alstaðar annarstaðar sægur af hermönnum,
einkum lautinöntum og öðrum yfirmönnum. Hér sátu þeir og
glöddust við veigar og sprund — »mellem Slagene« — nýkomn-
ir heim eða í þann veginn að leggja aftur upp út í elds- og
kúlnahríð á vígvöllunum. Og allir virtust þeir á eitt sáttir um
að nota tímann vel og teiga munaðinn, meðan hann væri að fá.
Margir þessir foringjar voru prýddir ýmsum orðuböndum, til merkis
um fengin heiðursmerki fyrir unnin afrek. Stúlkurnar gáfu þeim
hýrt auga, ekki sízt þeim, sem höfðu svartröndótt band í hnepsl-
unni vinstra megin á frakkanum; en það var járn-kross-bandið.
»Eigi leyna augu, ef ann kona manni,« segir í Gunnlaugs sögu
ormstungu. Svo var að sjá, sem þessir riddarar járnkrossins
hefðu mesta kvennhyllina. Hér voru þeir staddir í skotsal ásta-
guðsins, og var þægileg tilbreytni að vera horfinn hingað burt úr
»svælu og reyk og svæsnum hildarleik«; en hér voru margar
konur og fagrar og sumar ástleitnar vel. Kunnu þeir auðsjáan-
lega vel við sig á þessum vígvelli, þar sem ekki skeði annað
ægilegra, en að menn og konur féllu í freistni, og ekki varð
annað að meini, en að ungar stúlkur urðu s k o t n a r.