Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Side 74

Eimreiðin - 01.09.1916, Side 74
230 vistarinnar. Pað kann svo að vera; en víst er það, að þeir, sem mesta eiga sökina á upptökum þessa leiða ófriðar, sleppa skeinulaust eða skeinulítið. — Illum mönnum og óhlutvöndum er þessa styrjöld um að kenna. Illu heilli fengu þeir völdin í hend- ur, en af því súpa nú seyðið ótal góðir menn og réttsýnir í öll- um löndunum. Peir verða að bergja bikarinn og bera krossinn. Pannig hefir það löngum gengið í veröldinni, og enn þá spyrjum vér með skáldinu Heine: »Warum schleppt sich blutend elend« o. s. frv. Hvers vegna verður sá saklausi að bera hinn þunga og þjakandi kross og dragnast áfram í eymd og volæði, með blóð í spori? Meðan hinsvegar hinn rangsleitni afglapi hossar sér í há- um sessi og nýtur alls fagnaðar í vellystingum praktuglega? Pannig spyrjum vér stöðugt, — segir skáldið — vér spyrjum stöðugt, — þar til að lokum kjaftfylli af grafarmoldinni fyllir á okkur gúlinn. En er það nokkurt svar? STEINGR. MATTHÍASSON. Ritsj á. RÉTTUR, fræðslurit um félagsmál og mannréttindi. Akureyri 1915. 112 bls. Áskrifendaverð kr. 1,25 (í lausasölu kr. 1,50). Tímarit þetta, er hóf göngu sína nú um áramót, er gefið út af Þórólfi Sigurðssyni, og í ritnefnd sitja auk hans 5 aðrir menn. Virðist ritið eiga rót sína að rekja til ungmennafélaga og snýr sér aðallega til yngri kynslóðarinnar. Réttur fyllir upp autt rúm í íslenzk- um bókmentum. Snýr hann sér aðallega að atvinnumálum og innan- landsstjórnmálum. Vill hann ræða og koma í framkvæmd hugsjónum jafnaðarmanna, Georgeista og samvinnumanuaj eftir því sem við á á íslandi. Ymislegt má að þessum fyrstu ritsmíðum finna. Jónas Jóns- son frá Hriflu ritar um markaðsverð. Vegur hann þar að Viðskifta- fræði Jóns Ólafssonar, enda er sú bók komin á andlegt forngripasafn fyrir löngu síðan, eins og höfundur hennar. Aftur á móti getur Jónas

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.