Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 77

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 77
233 íslenzk hringsjá. GUNNAR GUNNARSSON: SMAA HISTORIER. Khöfn 1916 (G. B. N. í\). í þessari nýjustu bók G. G. eru 11 smásögur, og hafa þær nálega allar verið birtar áður á dönsku í blöðum og tímaritum (og sumar á þýzku) og flestar þeirra líka á íslenzku, 5 þeirra í Eimreiðinni og hinar í »Sögur« (1913). í*ær eru yfirleitt laglegar, en standa þó ekki hinum stærri sögum hans á sporði. Beztar þeirra eru »S0nnen« (= »Feðgarnir«. Eimr. XX, 7) og »Geirs Frierier« (== »Bónorð Geirs«, Sögur 1913). V. G. DEN NORSK-ISLANDSKE SKJALDEDJGTNING II, 1-2, A—B. Khöfn 1914. ]?etta er áframhald af útgáfu þeirri af öllum skáldakvæðum, íslenzkum og norskum, fram að 1400, sem prófessor Finnur Jónsson gefur út fyrir Arna-Magnússonar-nefnd- ina, og er tilhögunin hin sama og í 1. bindinu, sem getið er í Eimr. XVII, 74. Náði 1. b. út 12. öldina, en í þessu bindi er 13. og j 4. öldin, og eru þar meðal annars Jómsvíkingadrápa Bjarna biskups Kolbeinssonar, Merlínússpá Gunnlaugs munks Leifssonar, Háttatal Snorra Sturlusonar og önnur kvæði, kvæði Sturlu þórðarsonar, Málsháttakvæði, Líknarbraut, Hugsvinnsmál, Lilja, og minni kvæði og lausavísur margra skálda, meðal annars allar lausavísur úr »Fornaldarsögum Norðurlanda«, Grettis, Harðar og Víglundar sögum, ýms helgikvæði og margt fleira. Er nú þessari safnútgáfu fornskáldakvæðanna lokið, og er með henni mjög þarft verk af hendi leyst, og nú ólíkt hægra við að eiga hverskonar rannsóknir á kvæðunum. V. G. KNUT LIEST0L: NORSKE TROLLVISOR OG NORR0NE SOGOR. Kristiania 1915 (Olaf Norlis Forlag). í*etta er allmikil bók, 250 bls. í stóru broti, og er efni hennar að rannsaka og skýra samband ýmsra norskra þjóðkvæða og íslenzkra fornaldarsagna. í^annig eigi »Aasmund Frægdegjæva« rót sína að rekja til Asmundar sögu flagðagæfu (ísl. þjóðs. I, 171 —179), »Steinfinn Tefinnsson« til Örvar-Odds sögu, »Kappen Illugjen« til Illuga sögu Gríðarfóstra, »Ormaalen unge« til Hervarar sögu og Ormars sögu (í Ormars rímur), »Raamund unge« til Hrómundar sögu Greipssonar, »Iven Emings- son« til Hrólfs sögu Gautrekssonar o. s. lrv. En auk þess eru í þessum norsku þjóðkvæðum notaðir einstakir kaflar og atriði úr ýmsum öðrum sögum (t. d. úr Ragnars sögu, Hemings þætti, Karlamagnús sögu, Mágus sögu, Orms þætti Stórólfs- sonar, Hálfs sögu, Tristrams sögu, Mírmanns sögu, ýmsum þáttum í Olafs sögu Tryggvasonar o. s. frv.), og saman við þetta svo ofið ýmislegt annað efni, sem er annarsstaðar aðfengið, úr öðrum sögnum hér og þar á Norðurlöndum. Er þetta alt rækilega rakið í bókinni, og er gaman að sjá, í hve mismunandi búningi sögurnar koma fram, og live miklu fullkomnara listaformið á þessum sögnum jafnan verður á íslandi en annarsstaðar á Norðurlöndum. Á íslandi er og hinum fornu sögusögn- um haldið nokkurnveginn hreinum út af fyrir sig, en annarsstaðar er inn í þær blandað atriðum frá öðrum yngri og óskyldum sögnum. Bókin er skýrt og ljóst rituð og ágæt handbók í þessum fornsagnafræðum, sem mikið má af læra. V. G.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.