Eimreiðin - 01.01.1920, Page 6
6
JÓHANN SIGURJÓNSSON
[EIMREIÐIN
og skotta öldum saman og seint mun verða kveðin niður
til fulls, þótt nú sé nokkuð farið að draga úr henni.
Flestum mun enn þá minnisstætt, hvílíka óbeit og gremju
það vakti um heim allan, þegar þýskir visindamenn gerð-
ust til þess í upphafi ófriðarins að verja aðfarir Þjóðverja
gagnvart Belgiu. Þeir töiuðu þá meðal annars margt um
vesældarlíf smáþjóðanna, sem engan rétt ætti á sér gagn-
vart hinu stórvirka mannlífi, hinum feiknarlegu ætlunar-
verkum og hinni örlagaríku framtíð stórþjóðanna. Mönn-
um þótti þessi kenning hörð og ruddaleg, sem von var til,
en þó er eg hræddur um að í henni felist talsvert af beisk-
um og hræðilegum sannleika. Hin litlu þjóðfélög eru öll í
þeim hörmulegu alögum, að miðlungsvitið og miðlungslund-
in þrífst þar að sama skapi vel, sem óvenjulegir hæfileik-
ar þrífast illa. Til þess eru mörg rök, sem hér verða ekki
talin, enda liggja flest þeirra í augum uppi. En aðalrót
meinsins er þetta, hvað mennirnir minka og auðvirðast
hver í annars augum i hinum litlu þjóðfélögum, þótt hvergi
kasti nú tólfunum eins og þar rem fásinnið er svo mikið,
að menn verða að hafa sér það til dægrastyttingar, að telja
vörlurnar og freknurnar hverir á öðrum, þar sem menn
þukla og káfa og þefa hverir af öðrum, þangað til allir
eru orðnir þreyttir og leiðir, — og vantrúaðir bæði á sjálfa
sig og alla hina. Þetta fyrirbrigði hefir þekst bæði fyr og
síðar víða um veröldina. í Markúsarguðspjalli segir svo
frá, að þeir í Nazaret vildu ekki trúa á kraftaverk Jesú
af því að hann væri ekki nema »smiðurinn, sonur Maríu«
og systkin hans væru þar í bænum. »Og þeir hneyksluð-
ust á honum«. Því er bætt við, að hann hafi engin veru-
leg kraftaverk getað gert þar, — »og hann furðaði sig á
vantrú þeirra«. íslenskir prestar ættu að minna söfnuði
sína sem oftast á þessa merkilegu frásögu. Því að rótgró-
in vantrú á mátt og megin hinnar íslensku kynslóðar og
hvers íslensks einstaklings hefir verið landlæg plága hér
um langan aldur, þrátt fyrir talsverðan þjóðernisgorgeir í
orði. Og víst er um það, að þegar það spurðist um Jó-
hann Sigurjónsson, að hann ætlaði sér að keppa við út-
lenda rithöfunda, þá hneyksluðust margir landar hans á