Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 7
EIMREIÐINI
JÓHANN SIGURJÓNSSON
7
honum ekki síst vegna þess, að þeir töldu íslendingi slíkt
ofraun. Þjóðarmetnaður þeirra var í rauninni minni en
hans. Og sjálfum var honum fullljóst, af hverju þessi í-
myndunarveiki íslendinga var sprottin. Eitt hið fleygasta
spakmæli, sem finst i ritum hans, er þessi setning í »Fjalla-
Eyvindicc »Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina miklacc.
Nú munu flestir játa, að betur hafi verið farið en heima
setið. Nú munu flestir sammála um, að íslandi hefði ekki
verið neinn gróði að því, þótt hann hefði urðað hæfileika
sína hér heima, þar sem hvorki er til leikhús né leikend-
ur og þar á ofan sárfáir áhorfendur, sem leiklist kunna
að meta. Hitt er auðvitað öllum góðum íslendingum hið
mesta áhyggjuefni, ef áframhald á að verða á þessu, að
ungir íslenskir hæfileikamenn neyðist til þess að leita til
annara þjóða, til þess að eitthvað geti orðið úr þeim. Það
er nú orðinn mikill siður, að ungir íslendingar yrki fyrir
aðrar þjóðir eins og forfeður þeirra orktu fyrir útlenda
höfðingja. En það skilur, að hirðskáldin gömlu orktu á
sínu eigin máli, svo að kvæði þeirra tilheyra íslenskum
bókmentum með húð og hári. Nú eru íslenskir rithöfund-
ar lagðir á flótta út úr sínum eigin bókmentum, og er það
eitt víst, að sá flótti verður ekki stöðvaður með þjóðrækn-
isprédikunum eða skömmum. Það var ekki viturlegt að
ámæla Kára fyrir það, að hann hljóp úr brennunni, í
staðinn fyrir að láta svæla sig inni. Og virðist það eitt til
bragðs að taka fyrir íslensku þjóðina, að gera alt sem í
hennar valdi stendur til þess, að rithöfundum geti orðið
líft hér, bæði andlega og efnalega.
III.
Þegar Jóbann brendi skip sín og bjóst til þess að klífa
þrítugan hamarinn, var hann vitanlega barn bæði að aldri
og reynslu. Hann hafði farið úr foreldrahúsum í skóla
1896, setst í annan bekk og útskrifast úr fjórða bekk
1899. Um skólaveru hans kann eg það eitt að segja, að
hann reyndist frábær námsmaður, óvenjulega næmur og
fljótskarpur. Sérstaklega hneigðist hann að náttúruvísind-
um og stærðfræði. Við burtfararpróf úr fjórða bekk hlaut