Eimreiðin - 01.01.1920, Side 9
EIMREIÐIN]
JÓHANN SIGDHJÓNSSON
9
að segja, að faðir hans var seinþreyttur að styrkja hann
og styðja á allar lundir, og þegar útlitið var sera ískyggi-
legast um alla framtíð Jóhanns, heyrði eg hann oft dást að
raungæðum foreldra sinna og annara ættingja. En það
hrökk ekki langt þótt hann fengi ríflegan fjárstyrk heim-
an að. Hann var ekki hófsmaður um neitt, ástríðurnar
voru sterkar og óstýrilátar og fyrirlitningin fyrir smáskild-
ingnum nokkurn veginn takmarkalaus. Hann hneigðist
snemma til víns, og hefi eg ekki séð örari mann við
drykkjuborð, en hann. Hann var þá óskabarn augnabliks-
ins, konungur allra skýjaborga og loftkastala, — sjálfur
Bakkus var í honum! En hann var ekki forsjámaður til
fjárvarðveislu þá stundina. Auðvitað komst hann í fjár-
kröggur og sigldi hann oft krappan. En þó klauf hann
strauminn merkilega vel. Þrált íyrir alla eyðslusemina,
gat hann verið furðulega sparneytinn og nægjusamur aðra
stundina. Eg minnist þess, að þegar hann var að leggja
síðustu hönd á Fjalla-Eyvind, bjó hann i litlu kvisther-
bergi, annaðist sjálfur matreiðslu og ræstingu, og komst
þá af með ótrúlega litla peninga. Hann lifði líka í sífeldri
gróðavon, og hjálpaði það honum ekki lítið. Stöðugt var
hann að fást við hinar og þessar uppgötvanir, og varði
til þeirra miklum tíma og oft og tíðum miklu meira fé,
en hann gat við sig losað. Hann var fulltrúa um, að þær
mundu verða sér hin mesta auðsuppspretta. Það brást að
vísu, en gróðavonin gengur næst gróðanum sjálfum. —
Árið 1905 kom fyrsla leikrit hans út, Dr. Rung. Það var
ófullkomið byrjandarit, veikbygt og fálmandi. Viðfangs-
efnið var höfundinum ofviða, og hnúturinn ekki leystur,
heldur högginn með því að láta höfuðpersónuna ærast að
leikslokum. Þar að auki var sá megingalli á leikritinu,
að það gerðist alstaðar og hvergi, átti sér hvorki stað né
stund, og varð því þjóðernislaust og litlaust. Einstaka til-
svör leiftruðu, en sjálft þrumuveður harmleiksins skall al-
drei yfir. Leikritið sætti ómildum dómum í dönskum
blöðum, en þó tóku tveir ritdómarar, Julius Clausen og
Otto Borchsenius, í annan streng. Báðir sáu þó missmíð-
in á leiknum, en Julius Clausen gat þess, að menn mundu