Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1920, Side 13

Eimreiðin - 01.01.1920, Side 13
EIMREIEINl JÓHANN SIGURJÓNSSON 13 hönd á ritið. Stundum fleygði hann hálfum eða heilum þáttum í eldinn, vinsaði að eins úr þeim fáeinar setningar, sem hann var ánægður með. 1*0 hygg eg, að alt hafi frá upphafi verið fullráðið um bygging leiksins, bæði um persónur, þáttaskifting, leikslok o. s. frv. En vandvirkni hans og óþolinmæði við sjálfan sig töfðu fyrir honum í hverju spori. Hann samdi leikritið á dönsku og íslensku jöfnum hönd- um, þannig að í hinum fyrstu frumdrögum skiftust oft á íslensk og dönsk tilsvör. Síðan varð hann að þýða sjálfan sig á bæði málin, og olli það honum ekki lítilla erfiðleika. En þrátt fyrir þetta tókst honum að skapa meistaraverk; sem er svo íslenskt á brún og brá og í insta eðli, að eng- um hefir enn þá komið til hugar, að efast um þjóðerni þess. Leikurinn hefst í baðstofu, kemur við í réttunum, dvelur einn sólskinsdag uppi á öræfum og endar í kol- svartri manndrápshríð. Svo að því verður ekki neitað, að umgerðin er íslensk, og þá ekki síður óróinn í djúpinu, eldsumbrotin, sem gera vart við sig frá fyrstu byrjun und- ir hinum trausta grundvelli, sem leikritið er reist á. En þó eru það vitanlega ekki þessi íslensku einkenni, sem skapað hafa heimsfrægð Fjalla-Eyvinds. Þau hafa sjálf- sagt hjálpað mikið til, en hitt er þó aðalatriðið, að höf- undinum hefir tekist að grafa niður að þeim frumlindum mannlegs eðlis, sem liggja miklu dýpra en svo, að nokkur þjóðernismunur geti komið til greina. Hann lýsir ástrið- um mannlegrar sálar eins og sá sem valdið hefir og þekk- inguna, ást og hatur, ótti og örvænting loga um alt leik- sviðið í öllum sínum frumkrafti. Höfundurinn gerist svo djarfur, að hann teflir hungrinu fram móti ástinni, og veit eg ekki til, að það hafi fyr verið gert á leiksviði, þótt slíkt muni koma fyrir við og við i lífinu. Örvænting Höllu er lýst á þá leið, að manni skilst, að slíkt verði ekki betur gert. Maður finnur, hvernig myrkrið og öræfakuldinn læsa sig fastar og fastar inn í hjarta hennar. Og ekki ber það sist vott um hið skygna skáldauga höfundarins, að hann lætur Höllu ekki gefast upp vegna þess, að Eyvindur sé hættur að elska hana, heldur vegna hins, að hún sjálf er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.