Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 18
18
JÓHANN SIGURJÓNSSON
[EIMREIÐIN
einhver fyrirætlan hafði fest rætur i huga hans, þá var hann
ekki í rónni fyr en hann hafði gert alt sem hann gat til
þess að koma henni i framkvæmd. Síðustu árin varði
hann öllum kröftum sinum til að hrinda áleiðis því stór-
fyrirtæki, að breyta Höfðavatni nyrðra í höfn. Átti að
grafa skurð gegnum eiðið, sem greinir vatnið frá Skaga-
firði, en höfnin var aðallega ætluð síldveiðarmönnum.
Fyrir þessu máli barðist hann með öllu sínu þrálynda
kappi og áhuga, og fékk því ágengt, sem óneitanlega var
aðalatriðið, að sænskir, danskir og íslenskir peningamenn
hétu liðsinni sínu og lofuðu að leggja fé fram. Sjálfur
gerði hann áætlun um fyrirtækið, og hefir merkur ís-
lenskur fésýslumaður, sem sjálfur var um eitt skeið tals-
vert við málið riðinn, sagt mér, að sú áætlun hafi verið
prýðilega vel og skynsamlega samin. Hann kom heim
hingað til íslands síðast liðið sumar til þess að leggja síð-
ustu hönd á undirbúning málsins, en þá sýktist hann og
varð að hverfa skyndilega aftur til Kaupmannahafnar.
Eg veit ekki betur, en að Jóhann hafi verið heilsugóð-
ur maður þangað til í fyrra haust, að hann lagðist i spönsku
sýkinni. Sjúkdómurinn lagðist mjög þungt á hann og eftir
það fékk hann aldrei fulla heilsu aftur. Hjartað hafði bil-
að. Honum stórversnaði á ferðalaginu hingað heim, og
þegar til Kaupmannahafnar kom lagðist hann inn á spítala.
Hann komst að vísu á fætur aftur um stutta stund, en
batavon var engin, og skömmu síðar andaðist hann á
heimili sínu í Kaupmannahöfn. —
Eg hefi hingað til ekki minst á ljóð hans. Eftir að hann
hafði einráðið við sig að gerast leikritahöfundur, lagði
hann ekki mjög stund á Ijóðaskáldskap, en þó orkti hann
talsvert af kvæðum, að minsta kosti á fyrri Hafnarárum
sínum. Alt voru það smákvæði, og voru hin bestu þeirra
fíngerð, hávaðalaus og innileg. En hann dró aldrei arn-
súg í ljóðum eins og hann gerði á leiksviðinu, öll sú mikla
lýrik, sem í honum bjó, naut sín þar miklu betur heldur
en í bundnu máli. í leikritum hans eru fáein smákvæði,
en annars man eg ekki til, að ljóð hafi birst eftir hann á
prenti síðan hann var í skóla, nema fáein kvæði, sem