Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 33
ÍEIMREIÐIN)
BOLSJEVISMI
33
þjóð fái rétt til að ráða sér sjálf, að engin af Bandaríkj-
um Norðurálfunnar ali konunga, né heldur fastan her,
að engin stétt þjóðfélagsins njóti frekari réttinda eða
hlunninda en önnur, og að öll stjórnarviðskifti skuli fara
fram opinberlega«. Hér um bil ári eftir að þessi bók var
rituð, og áður en bolsjevíkar komust til valda, heimtaði
millibilsstjórnin rússneska af bandamönnum sínum að
friður skyldi saminn með svipuðum skilmálum og hér er
farið fram á.
Friðarkröfur Rússa 1917 áttu í rauninni ekki upptök sín
hjá þeim mönnum, er þá sátu við stýrið, heldur hjá umboðs-
nefndum þeim fsovietj er mestu réðu þar í landi. Nefndir
þessar komu fyrst til sögunnar 1905, er þær beittust fyrir
byltingatiiraun þeirri, er keisarinn sigraðist á með því að
gefa ríkisþing. Pær voru þá bældar niður en þróuðust í
leyni og réðu úrslitum í stjórnarbyltingunni. Þegar leið-
togar bolsjevika komu aftur til Rússlands hófu þeir þegar
andróður gegn auðvaldsstjórnum þeim, er á báðar síður
<(í Miðveldunum og hjá Bandamönnum) voru aðiljar í
styrjöldinni, og gegn millibilsstjórninni rússnesku, er setti
traust sitt á þær. Heróp þeirra var »öll völd í hendur
umboðsnefndunum«. Stjórnin hafði lofað að kalla saman
allsherjar þjóðþing, en bolsjevíkar héldu því fram að á
því væri engin þörf, því þar sem stjórnarbyltingin væri
komin í kring væru umboðsnefndirnar alt sem með þyrfti.
Það hefir varpað allmiklum skugga á bolsjevíka að þeir
rufu þjóðþingið eftir að það hafði að lokum verið kosið
og kallað saman. Aðfinslum fyrir þá sök befir verið svar-
að á marga vegu. Bolsjevíkar stóðu ávalt fast á því
að eignaleysingjarnir (alþýðan) skyldu hafa völdin, og
földu aldrei þörf á þjóðþingi nema rétt í svipinn meðan
verið væri að afhenda þau. Þeir sögðu að andstæðingar
þeirra hefðu dregið kosningar svo lengi sem þeir þorðu
og aldrei þorað að kalla saman þing; enn fremur að kos-
ið hefði verið eftir flokkalistum, að listarnir hefðu verið
löngu úreltir, og að enginn greinarmunur hefði verið gerð-
ur á vinstri byltingamönnum, er studdu nefndirnar, og
hægri byltingarmönnum, er voru nefndunum andvígir o. s.
3