Eimreiðin - 01.01.1920, Qupperneq 36
36
BOLSJEVISMl
[EIMREIÐIN
Litovsk. Samkvæmt kröfu bolsjevíka fóru þessir samn-
ingar með öllu opinberlega fram; en á meðan gerðist hið
besta samkomulag milli rússneskra og þýskra hermanna í
skotgröfunum, þó að Þjóðverjar reyndu eftir megni að
hindra samgöngur þeirra. t*ann 25. s. m. samþyktu um-
boðsmenn Miðveldanna friðarskilmála Rússa í meginat-
riðunum, sem sé engar skaðabætur, enga landauka og
sjálfsákvörðunarrétt fyrir hvert þjóðerni. Var það hræsnis-
fult samþykki og stakk mjög í stúf við ránskröfur þær,
er hinn slægi dólgur Kuhlmann kom fram með 28. s. m.
Fráhvarf þingsins í Ukraine, sem var myndað af auð-
mönnum og afturhaldsliði, hótanir Þjóðverja (sem nú
höfðu tekið Riga) um að beita hervaldi, en þó einkum
það, að Rússland var aiveg að þrotum komið — Keren-
sky hafði sagt sex mánuðum áður, að það væri algerlega
örmagna, — urðu Rússar að láta kúgast til að sam-
þykkja skilmála Þjóðverja, og voru þeir undirskrifaðir í
febrúar 1918. En þó að þeir skrifuðu undir skilmálana,
mótmæltu þeir þeim og lýstu því yfir, að þeir mundu
ekki halda þá lengur en þeir væru neyddir til. Trotzky
lagði niður embætti sitt í mótmælaskyni, en gerðist land-
varnarráðgjafi. Lenin tókst að fá allsherjar nefndaþing
Rússlands til að samþykkja friðinn með þvi að leiða þvi
fyrir sjónir, að þjóðin væri svo uppgefin, að hvíld frá
hernaði yrði að fá hvað sem hún kostaði, svo að al-
þýðan gæti búist til varnar og bætt yrði úr ástandinu
innanlands. í þessu atriði varð Lenin því að vikja frá
stefnu sinni, ekki einungis með því að ganga að samn-
ingum við fernar auðvaldsstjórnir, heldur einnig með því
að samþykkja skilmála, sem höfðu fjarska lítið sameigin-
legt við kröfur hans. Bæði í þetta sinn og síðar komst
hann að raun um, hve erfitt er að fylgja út í ystu æsar
jafnveL hinum einföldustu grundvallarstefnum, sem menn
setja sér í pólitík og vilja varðveita sem helga dóma.
í viðskiftum sínum við hina ýmsu þjóðflokka í hinu
forna rússneska keisaradæmi, sem nú heimtuðu sjálfstjórn,
veitti bolsjevíkum oft erfitt að samrýma í framkvæmdinni
þær tvær meginreglur sínar, að viðurkenna sjálfsákvörðun-