Eimreiðin - 01.01.1920, Page 38
38
BOLSJEVISMI
[EIMREIÐIN
hreinskilni bolsjevíka og kæruleysi þeirra fyrir gömlum
siðum í stjórnmálaviðskiftum haíi átt nokkra sök á hon-
um. Þeir sendu ekki erindreka sína með venjulegum skil-
ríkjum og erindisbréfum til stjórnanna eða hirðanna,
heldur beint til þjóðanna sjálfra, og þeir óskuðu helst að
sjá alþýðuna í lönduin þeim, sem þessir menn (Litvinoff,
Kameneff, Petroff o. fl.) voru sendir til, rísa upp og
steypa stjórnunum af stóli. Þetta gat ekki vel farið, enda
létu stjórnirnar varpa þessum sendimönnum í fangelsi og
síðan flytja þá úr landi eins .og glæpamenn.
Eftir heilt ár í járngreipum Þjóðverja og sex mánuði í
sveltikví Bandamanna, sem jafnframt herjuðu á þá, urðu
bolsjevíkar að fæða, klæða, æfa og vopnbúa mikið herlið
(rauða herinn). Þeir voru þá — og eru enn þá í sept.
1919 — að nota í landvarnarþarfir verksmiðjurnar, járn-
brautirnar, mannaflann og sérhvað annað, er notað skyldi
toafa verið til þess að koma þjóðinni á réttan kjöl. Þeir
gátu ekki flutt matvæli til borganna, sáðkorn og vinnu-
vélar til bændanna, né efnisvörur í verksmiðjurnar. Þrátt
fyrir það, að mikilli reglu hafði verið komið á í sumum
héruðum og mörgu yfirleitt komið í betra horf, voru þeir
samt í illri kreppu. Þeir margæsktu eftir samningum um
frið. Þeir buðust til að láta af hendi hör, timbur og
málma í skiftum fyrir matvæli, klæðnað, vélar og járn-
brautaigögn. Bandamenn þögðu við öllum slíkum mála-
leitunum, því nú höfðu þeir heitið hinum rússnesku að-
alsmönnum, er safnast höfðu til Lundúna og Parísar, liði
sinu. Þeir voru að senda vopn, skotgögn og fé til hins
rússneska afturhaldsliðs, er risið hafði gegn lýðríkinu.
Það var ekki von, eftir því sem ástatt var, að þeir færu
að yfirgefa slíka vini eða kasta þeirri trú, að lýðríkis-
stjórnin, umboðsnefndirnar, væri nú að taka síðasta and-
artakið. Bandamenn voru heldur ekki samþykkir sín á
meðal. Frakkar vildu fá aftur fé það, er þeir á góðu ár-
unum höfðu lánað Rússum, og væntust þess af samherj-
um sínum, að þeir björguðu því fyrir sig. Japanar og
Ameríkumenn voru tregir til að berjast lengur, einkum
þar sem ófriðnum við Þýskaland væri lokið. Innan um