Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 41
EIMREIÐINJ
BOLSJEVISMI
41
1918 byrjuðu þeir á því að senda sérstakar járnbrautar-
lestir, fræðslulestir, með bækur út um landið. Fyrsta
lestin seldi fyrstu vikuna yfir 20,000 bækur og smárit og
útbýtti 60,000 fræðibókum til umboðsnefndanna. Þetta
láta þær ógert stjórnirnar í hinum vestlægari ríkjum
Evrópu, enda fer amerískur fregnritari, Albert Rhys
Williams, sem haft hefir löng kynni af bolsjevíkum og
var á Rússlandi, er stjórnarbyltingin fór fram, svofeldum
orðum um rússnesku stjórnina:
»Rússneska stjórnin (ríkisráðið) er líklega heimsins ment-
aðasta stjórn. Hver einasti meðlimur hennar er afbrigða-
vel að sér í mörgum málefnum. — — Aform hennar eru
stórkostleg. Hún hefir t. d. áformað að gefa út öll hin
klassisku rit og er þegar byrjuð á því og selur þau fyrir
hálfan útgáfukostnað. Þessar bækur eru nú seldar í smá-
búðum um alt landið, á hverri simastöð og hverju póst-
húsi, til þess að þjóðin hafi greiðan aðgang að hinum
bestu bókmeutum«.
Bolsjevíkar hafa ennfremur komið skipulagi á atvinnu-
málin, bætt úr húsnæðiseklunni og fengið landið í hend-
ur þeim er það yrkja. Þeir hafa komið samvinnufélags-
skap á þann rekspöl, að hvergi mun nú kveða jafnmikið
að honum. Samvinnufélög eru nú hvarvetna á Rússlandi,
og öll úthlutun matvæla og fatnaðar gengur i gegnum þau
og sömuleiðis úthlutun á efnisvörum til verksmiðjanna.
Auk þess sjá þau um alla vinnu í almenningsþarfir. í
búnaðarmálum kveður einnig mikið að þeim, og þó að
bankamál séu einkaréltur ríkisins, eru þó engar hömlur
lagðar á hinn mikla Narodny samvinnubanka.
Dr. Rickman fórust þannig orð í febrúar 1919: »Ef
Rússland er látið í friði, verður velmegun þar alveg
geysileg í framtíðinni, og það vegna þess, að auðurinn
verður ekki í fárra manna höndum og fénu verður ekki
sóað erlendis né varið í útlend lán. Auðurinn verður i
höndum fjöldans, og öll vinna og pjónusta verður löguð
eftir þvi, sem almenningsheill kre/ur.a