Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 46
46
BOLSJEVISMI
[EIMREIÐIW
grein þjóðarinnar. En það sýnir sig, að allar þessar sögur
voru tilhæfulausar, því ekki er nóg með það, að þeir eru
enn við völd eftir tutlugu og tvo mánuði -- átta sinnum
lengri tíma en nokkur önnur stjórn hefir setið að völdum
síðan stjórnarbyltinguna —, heldur lítur svo út sem þeir
séu nú fastari í sessi en nokkru sinni áður. Mr. Williams,
sá er áður var nefndur, staðhæfir, að á því sviði, er veldi
bolsjevika nær yfir, hafi þeir svo alment traust manna,
að 95 af hundraði séu þeim fylgjandi. Og þetla traust
þjóðarinnar skýrir hann þannig:
»Hún hefir fundið, að þeir reyndust vel. Hún veit, að
þeir sendu heim tólf miljónir manna undan vopnum. Hún
veit, að þeir komu skipulagi á verksmiðjurnar og gerðu
þær afkastameiri en áður. Hún veit, að þeir fengu landið
í hendur þjóðinni sjállri og komu póstmálum í nýtt og
betra horf. Hún veit, að þeir hafa komið upp alþýðuleik-
húsum svo þúsundum skiftir. Hún veit, að þeir hafa bygt
upp nýja þjóðfélagsskipun frá grunni. Og að því er
glundroða þjóðfélagsins snertir veit hún hvernig ástandið
var, þegar bolsjevíkar komu til skjalanna, og hún hefir
tekið það með í reikninginn. Hún veit, hvað er þeirra
sök, og á hverju Bandamenn bera sökina«.
Samhljóða staðhæfingu Mr. Williams var vitnisburður
sá, er Raymond Robins ofursti, sem Rauði krossinn í
Ameriku hafði sent til Rússlands, bar frammi fyrir rann-
sóknarnefnd þeirri, sem þing Bandaríkjanna setti til að
rannsaka þetta mál síðastliðinn vetur.
Þetta, eins og margt annað, sýnir, hve lítið má treysta
á frásögn blaðanna um bolsjevíkastjórnina. Og það skiftir
að vissu leyti engu máli, hvort óáreiðanleiki þeirra stafar
af fáfræði eða samviskuleysi, því hvorttveggja ber hér að
sama brunni.
Ein af ljótustu sögunum, sem sagðar hafa verið um
bolsjevíka, var sú, að þeir hefðu gert kvenfólk alt að
»almenningseign«. Sú saga birtist fyrst í New Europe,
merku ensku vikuriti um alþjóðapólitík. Að þessu þótti
blöðunum nú heldur en ekki matarbragð, og sagan fór
eins og eldur í sinu um öll lönd. Þau blöðin, sem best