Eimreiðin - 01.01.1920, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN]
BOLSJEVISMI
47
þektu til bolsjevíka og samviskusömust voru, tóku hana
vitanlega ekki upp nema sem dæmi þess, hve fáránlega
og samviskulausa ósvífni auðvaldsblöðin létu sér sæma,
þegar um það var að ræða að sverta lýðveldissljórnina á
Rússlandi. En það leið ekki á löngu, að New Europe
kæmist að því, að þetta var gabb og að tilskipun sú, er
um var að ræða, var tilbúningur einhverra ofstækis-
manna, sem enginn þekti deili á og ekkert áttu skylt við
stjórnina. Enginn hafði heyrt um þetta á Rússlandi fyr
en erlendu blöðin komu með fregnina, og þegar tímaritið,
sem fyrst flutti hana, sá, að hún var tilbæfulaus, skýrði
það frá því eins og drengskaparskylda krafði og bað
mikillega afsökunar á að hafa birt hana (New Europe„
13. mars 1919). En þó að blöðin væru fljót til að gína
yfir sögunni, gátu þau þagað yfir leiðréttingunni, enda er
afleiðingin sú, að enn þá má finna einfaldar mann-
skepnur, sem þessu trúa, þótt sannleikurinn sé sá, að
konur eru rétthærri á Rússlandi en í nokkru öðru landi.
Það er eftirtektarvert, að flestar staðhæfingarriar um
hermdarverk, morð og önnur olbeldisverk bolsjevíka eru
sögusagnir, en eigi bygðar á beinum heimilduin.* 1) Blöðin
segja »mælt er að«, »ferðamaður skýrir frá því að«, »Eng-
lendingur (eða Hollendingur) einn segir svo frá« o. s. frv.
Það er sjaidan, að getið sé um stað og stundu. Sögurnar
eru langflestar nafnlausar, og þegar þess er gætt, að þær
koma frá þeim, sem fjandsamlegir eru bolsjevíkum, þá
liggur það í augum uppi, að óviturl.egt er að leggja mik-
inn trúnað á þær. Á móti þeim koma líka orð fjölmargra
merkra manna, er mjög bafa kynst Rússlandi, margra, er
voru þar, er stjórnarbyltingin fór fram, og hafa síðan
1) Samkvæmt fregn frá fréttastofu Reuters, er ensku blöðin birtu snemma i
april 1919, viðurkendi rússneska stjórnin, að alls 3200 manns hefðu þá verið
tekin af lifi. Eins og Daily Herald (11 apr. 19.9) benti á, er þetta hégóminn einn
i samanburði við það, sem auðvaldsstjórnir hafa gert, þegar þeim stóð ógn af
alþýðunni, eða i samanburði við grimdarverk keisarastjó'narinnar á Rússlandi.
I Parísarbyltingunni 1848 voru .000 verkamenn teknir af lífi. Áriðl87i lét franska
stjórnin skjóta 34,000 sósialista. Hersveitir Rússakeisara brytjuðu niður meira en
100,000 Kinverja i Blagovestchensk árið 1900, og áin Amur var dögum saman
stiíluð af likum. Eftir uppreisnina 1905 lét keisarinn taka menn af lifi svo hund-
ruðum þúsunda skifti. Sumir segja, að hann léti þá lífláta eina miljón bvlting-
armanna.