Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 65
EIMREIEIN]
65
Merkilegar myndir frá íslandi.
Þegar eg kom til Lundúna
síðast liðið sumar, var eitt
mitt fyrsta verk að útvega
mér aðgöngu að lestrarsalnum
fræga í hinu mikla mentabúri
þeirra Englendinganna, British
Museum, til þess að lesa þar
nokkurar bækur, sem eigi fást
keyptar lengur og ekki eru til
í neinu bókasafni hér á landi.
Einn þeirra manna, sem þang-
að koma iðulega, er ungur
landi vor, Haraldur Hamar,
sonur Steingríms sáluga Thor-
steinsson, mentaskólarektors. Eg hitti hann því fljótt.
Einn daginn tók hann að segja mér frá því, að í skjala-
safni þessa mikla mentabúrs væri til merkilegar myndir
frá íslandi, gerðar á 18. öld. Mér varð forvitni á að sjá
|>ær, einkum er hann gat þess, að meðal þeirra væri ágæt
mynd af Skálholtsdómkirkju og önnur af Skálholtsstað.
Bauðst hann til að sýna mér þær. Gat hann þess jafn-
framt, að vitneskjuna um tilveru myndanna hefði hann
ekki fengið frá neinum íslendingi, heldur hefði ensk kona,
ungfrú N. Smith-Dampier, sagt sér frá þeim. Henni var
kunnugt um, að þær væri til, þótt aldrei hefði hún séð
þær sjálf.
Annar íslendingur dvaldist með mér í Lundúnum i
sumar, magister Hallgrímur Hallgrímsson. Hann fór með
mér að skoða myndirnar. Fanst okkur báðum sem Har-
aldi Hamar, að þær væri mjög merkilegar. Og ekki
mundi neinn okkar þriggja eftir því, að hann hefði
nokkurn tíma heyrt um þær getið né neins staðar um
þær lesið.
Eg skrifaði heim og spurðist fyrir um, hvort fræði-
5