Eimreiðin - 01.01.1920, Page 88
88
GÓÐA NÓTT
[EIMREIÐIÍÍ
Mér varð litið á félaga mina. Sumir hristu höfuðið. Og
eg sá, að sumum þeirra hafði vöknað um augu. Nú tal-
aði enginn um að reka þá út.
Því, mun til svo harðlunduð sál, að eigi fengi hún
ósjálfrátt hlýju til jafnóspiltrar barnssálar og hans Hann-
esar litla?
Og hnokkarnir litlu höfðu þegar unnið samúð okkar
allra, því hann Hannes litli var svo stór í áformum
sínum, og hinir voru svo þreklitlir, að enginn vildi beita
þá hörku.
En nú gerðist það, sem engan hafði grunað. Við feng-
um hrísgrjónagraut um kvöldið. Og þar fengu þýskar-
arnir litlu mat, sem þeir minstu þeirra höfðu aldrei fyr
fengið. — Á meðal okkar var Kanadamaður, sem var
borinn einhvers staðar inni í skógunum í Kanada. Og
þar hafði hann alið aldur sinn, uns hann gerðist her-
maður. Þessi maður var kynlegur í sjón, orðavali og
öllum háttum og hlaut seinna nafnið »Villid}Traveiðar-
inn«.
Það vakti eftirtekt hans, hvað þeim litlu þótti góður
grauturinn. Hann horfði á þá háma hann í sig um stund
og mælti svo við þann minsta:
»Þetta er nú búið til úr amerískum hrísgrjónum,
drengur minn!«
Lloyd var ekkert um það að hugsa, að drenghnokkinn
skildi ekki orð í ensku. Og auminginn litli hræddist
bolarödd Lloyds. Hann vissi ekki, að Lloyd var góð-
menni. Og Lloyd flýtti sér að segja:
»Þýddu það, Joe! Þýddu það!«
Og Joe þýddi, og við hlógum.
En Lloyd lagði út í deilu við einhvern, sem sagði, að
það væri miklu líklegra, að grauturinn væri gerður úr
kínverskum hrísgrjónum. Lá við áflogum út af því, því
oft var nú flogist á út af litlu. —
Og þreytan fór að segja til sín, og svefnþörfin kom.
Og við lögðum ábreiður okkar á gólfin. Jakkana höfðum
við fyrir kodda og kápurnar fyrir brekán. Við bentum
þeim litlu, að þeir gætu legið hjá okkur. Og eg hafði