Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 92
92
[EIMREIÐINS
Nýr islenskur myndhög'gvari.
Það er vorblær yfir þjóðlífi voru nú, og vormerkin>
birlast á ýmsan hátt. Eitt er það, hve listamannsþrá
vaknar nú í brjóstum margra, en fram til siðustu ára
mátti svo heita, að engin list væri leikin hér nema ein
tegund skáldskapar, ljóðagerð. En nú renna listamenn-
irnir upp eins og fíflar í hlaðvarpa, og er þáð ekki vor-
merki? Listirnar, sem þeir leika, eru heldur ekki allar á
eina bókina lærðar lengur. Skáldin finna sér öll möguleg
form fyrir hugsanir sínar, og jafnvel þeir, sem Ijóð yrkja,
vilja nú ekki lengur vera bundnir við gamla ljóðaformið,
sumir hverjir. Og aðrar listir, áður lítt eða eigi kunnar
hér, eignast nú dýrkendur, inálaralist, myndhöggvaralist,
húsgerðarlist, sönglist og hljóðfærasláttur. Alls staðar eru
nóg »efnin« til. Og þó að vafalaust sé margt í þessu, er
fellur í sjálft sig aftur og ber ekki ávöxt til langframa,
þá sýnast þó ýmsir frjóangarnir vera svo lífvænlegir, afr
það er eins og vér séum farnir að sjá hilla undir ein-
hvern ódáins Paradísar-garð, nýja gullöld. íslenska þjóðin
hefir einu sinni áður sýnt, að hún er fær um að eiga
gullöld, fær um að bera á herðum sér um stundarsakir
menningu skandinavisku þjóðanna, og hún var þá alls
eigi fjölmennari en nú.
Vér höfum nú eignast heimskunnan myndhöggvara,
Einar Jónsson1), og það er því eigi kyn, þótt einhverja
fýsi að feta út á þá sömu braut. Hún er strax eitthvað
aðgengilegri í för Einars. Og hér birtir nú Eimreiðin
myndir af tveim líkneskjum eftir ungan my’ndhöggvara,
eða ef til vill réttara sagt myndhöggvaraefni, Guðmund
Einarsson.
Hann er fæddur i Miðdal í Mosfellssveit 5. ágúst 1895,
og búa foreldrar hans þar enn. Fyrstu kynni hans af
listinni voru í barnaskólanum í Reykjavík. Sólti hann
þann skóla tvo vetur á undan fermingu og lærði þar
1) Sjá um liann fáein orð í Eimreiðinni 1919, 4. hefti.