Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1920, Page 100

Eimreiðin - 01.01.1920, Page 100
100 TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR ieimreiðiíí svo þegar þar við bættist enn meiri fjöldi, sem engina grunur hafði fallið á og engis ills áttu sér von. Hver, sem á þennan hátt komst undir ákæru, var þegar í stað tekinn höndum og vaipað í fangelsi. Fang- elsi þeirra tíma voru heldur bágar vistarverur, og þó voru galdrakonur auðvitað settar í allra verstu klefana,. því að þeirra glæpur þótti svívirðilegastur. Oft voru tif þessa hafðir gamlir turnar, eða stundum kjallarar, afar- djúpir. Að vera varpað í slíkt fangelsi var auðvitað lang- samlega nóg til að buga kjark margra. Veggir og gólf voru blaut af raka. Andrúmsloftið fúlt og andstyggilegt. Engra þrifnaðarreglna var gætt. Engin skima komst nokkru sinni þar inn. Enn þá eru til nöfn, sem minna á þessa daga, eins og t. d. »galdraturn« eða »galdrakonu- holan« o. s. frv. Auk þess, hvernig þessar vistarverur voru, var alt gert til þess að gera föngunum lífið sem óbærilegast. Þýski rithöfundurinn Prætorius lýsir þessu í bók, sem út kom árið 1613: »í þykkum, rammbygðum turnum, hvelfingum og kjöllurum, eða einhvers konar djúpum gryfjum, er föngunum venjulega komið fyrir. í þeim eru stór og digur tré, tvö eða þrjú, hvert ofan á öðru, svo útbúin, að þau renna upp og niður eftir ásum eða skrúfum. Þau eru útbúin með götum þannig, að hendur og fætur geta legið á milli þeirra. Þegar nú fangar koma, er efra trénu lyft upp. Fangarnir verða svo að setjast á tréstubb eða stein eða moldarbing og stinga höndum og fótum í gegn, höndunum ofar og fótunum neðar. Síðan eru trén feld saman með skrúfum eða fleygum, svo að þau eru blý- föst. Geta fangarnir þá með engu móti hreyft hönd né fót. — Sumir hafa járn- og trékrossa og binda fangana fasta við þá, hálsinn, handleggina, bolinn og fæturna, svo að fangarnir verða alt af að liggja, standa eða hanga, eftir því hvernig krossinn er hafður. . . . Sumir hafa þröngar holur inn í múrveggina, rétt svo að maður getur setið þar saman kreptur. Þangað setja þeir svo fanga og loka fyrir með grind, svo að fanginn getur með engu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.