Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 103
eimreiein] TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR
103
Galdrarnir voru látnir heyra undir þann flokk glæpa,
sem kallaðir voru »crimen exceptum«, en við slíka glæpi
var dómarinn að mestu frí og frjáls, hvaða aðferð hann
beitti. Því var málfærsla öll næsta óregluleg. Galdraham-
arinn var ema leiðarljósið. Einkum var geðþóttinn látinn
ráða, meðan kirkjan hafði galdramálin með höndum, en
eftir að ríkið tók þau á sitt vald komust fremur ein-
hverjar reglur að.
Oft var fyrst reynd einhvers konar skírsla, einkum
vatnsskírsla, sem áður er lýst. Önnur svipuð skírsla
bygðist á þeirri bábilju, að galdranornir væru ákaflega
léttar. (Líklega komið af þeirri trú, að þær gætu flogið.)
T. d. voru einu sinni teknar af lífi nokkrar galdrakonur,
og var sú þeirra, sem þyngst var, eitt lóð á þyngd að
því er sagt var. það hefir líklega verið nákvæm vog, sem
þar hefir verið notuð? Þessari aðferð var stundum beitt
á þann hátt, að dómararnir lýstu yfir því, hve þung
konan »ætti« að vera. Væri hún svo léttari en giskað var
á, þá var hún galdranorn. A Englandi bjargaðist galdra-
kona ein við það, að hún varð þyngri en biblían í kirkj-
unni, en við hana var miðað.
Þá var táraskírslan. Hún kom af þeirri trú, að galdra-
konur gætu aldrei grátið, hvernig sem þær væru kvaldar.
Sæjust tár í augum þeirra, þá var það þó ekki örugt
tákn, þvi að þær gátu hafa sett eitthvað upp i augun!
Eins var sú skírsla að láta lesa faðirvor. Sá, sem göldr-
óttur var, gat sem sé ekki sagt: »Eigi leið þú oss í
freistni« og »heldur frelsa oss frá illu«. En þó var þetta
ekki fullgild sönnun heldur.
Eitt algengasta ráðið var það, sem þegar hefir nefnt
verið, að reyna að finna »stigma diaboli« með því að
stinga nálum alls staðar i líkamann, einkum þar sem
vörtur eða fæðingarblettir voru. Fyndist einhvers staðar
blettur, sem ekki blæddi úr og galdrakonan varð þess
ekki vör að hún væri stungin, þá var það örugg sönnun.
Aftur á móti var það engin sönnun, þótt ekki fyndist
neinn slíkur blettur. Oft var alt hárið rakað til þess að
leita slikra bletta. Getum vér vel ímyndað oss, að þegar