Eimreiðin - 01.01.1920, Side 112
112
FRESKÓ
1EIMUEIÐ1N
fjarlæga landi gamlan og góðan hollvin. Eg hefi heyrt, a&
jarlinn þessi, sem hét Alured, hafi verið lengi í Ítalíu og
ekki þótt sérlega heimaelskur hér. Hann hafði verið
ágætismaður í hvívetna, og fara af honum ýmsar ein-
kennilegar sögur, eða svo sagði hann mér, félagi minn,.
garðvörðurinn. Þessi garðvörður á annars, meðal annara
orða, ljómandi fallegt hús í þorpinu og hefir vagn með
tveim hestum fyrir og hefir svo miklar tekjur, að hann
mundi vera talinn með efnamönnum í Feneyjum eða
Fiorenz.
Fetta skraf í mér hlýtur nú annars að vera leiðinlegt
fyrir yður, en eg segi yður þetta til þess, að þér fáið sem
skýrasta mynd af því, hvernig högum mínum er háttað
hér. Eg skal engan veginn neita því, að eg sakna greif-
innunnar, enda væri það einkennilegt, ef svo væri eigi.
En mér leiðist samt engan veginn. Mér leiðist aldrei,.
þegar eg get beitt ímyndunarafli minu að einhverju og
get komist undir bert loft. En loftið hér er nú þvi miður
ekki alt af sérlega laðandi.
Eg er hræddastur um það, að eg venji mig um of á'
þetta sællífi hér. Eg hefi annars ávalt verið vanur að-
ganga á beru gólfi og hafa bera veggi, nema hvað eg
stundum klíndi einhverju á þá, fá og einföld húsgögn og
lítinn mat, súpuspón, brauð og ávexti og litla flösku af
víni. En svona er maður fljótur að venjast óhófinu, að
nú finst mér ekkert nema eðlilegt og sjálfsagt, að mér sé
búið bað, föt min strokin og alt lagt upp í hendurnar á
mér. Nú finst mér það einnig sjálfsagt að setjast þrisvar
á dag að borði, sem er fult af alls konar borðbúnaði,_
postulíni, þunnu eins og eggskurni, og silfurmunum með
alls konar kræsingum og frönskum vínum, en tveir ein-
kennisbúnir þjónar bíða eftir hverri bendingu og læðast
á tánum svo létt, að ekkert heyrist. Alt þetta finst mér
nú sjálfsagt, og eg fyrirverð mig að segja það, en þó er
það satt, að eg er hræddur um, að eg sakni þess mjög,
þegar eg á aftur að fara að lifa gamla fátæktarlifinu. Það
er ekki langt síðan eg hélt, að eg væri spekingur eða
skáld, sem væri hæst ánægður með nautnir andans, ea