Eimreiðin - 01.01.1920, Síða 116
116
FRESKÓ
lEIMREIÐIN
skriftamál, þá mundi eg ekki hika við að segja þér frá
því. En annaðhvort hefir móðir þín aldrei trúað mér
fullkomlega eða hún hefir unnað þessum manni svo
innilega, að hún hefir ekkert viljað segja ilt um hann.
Hún elskaði þig svo heitt, að það nálgaðist tilbeiðslu, og
hún hefði að líkindum látið einhverjar skýringar á þessu
eftir sig handa þér, ef hana hefði grunað, að hún mundi
deyja svona fljótt og skyndilega. En það er kynlegt, að
þú skulir nú, í þessu fjarlæga enska aðalsmannshúsi,
hafa fundið myndir, sem líkjast henni svo mjög.
En eg vona, að þú þykkist ekki við, þó að eg minni
þig á, að það er ekki örugt að reiða sig algerlega á end-
urminningar barns, jafnvel þó að um andlitsfall móður-
innar sé að ræða. Og móðir þín hafði, eins og reyndar
þú sjálfur líka, þetta fornmanna-andlitsfall, sem er enn
þá töluvert algengt í afskektum sveitum og sýnist naum-
ast hafa breytst neitt síðan á dögum Aeneasar«.
Charterys greifinna, Acornby, Salop, til hr. Hollys, Róm
(símskeyti);
»Hertoginn af K. er kominn hingað. Hvaða gagn haldið
þið að sé að því að elta mig svona? Komið honum í
skilning um, að hann geti aldrei neytt mig til þess, sem
eg ekki vil. Eg ætla að bjóða fjölda manns til fasanveiða
heima á Milton. Komið þér þangað«.
Hr. Hollys, Róm, til Charterys greifinnu, Acornby,
Salop:
»Svo að þér ætlið að fara að halda heim? Eg hélt, að
þér vilduð aldrei vera heima á haustin vegna votviðr-
anna«.
Charterys greifinna, Redleaf, Devon, til hr. Hollys, Róm:
»Það er ekki alt af jafnvotviðrasamt heima. Nú er
þurkatíð. Eg er á förum heim«.
Hr. Hollys, Róm, til Charterys greifinnu, Redleaf:
»Sérvitska, barnaskapur. ,Kona‘ er yðar rétta nafn«.
Charterys greifinna til hr. Hollys:
»Tarna er viskan! En að þér skylduð tíma að eyða
bréfspjaldi undir þetta! Mér er það alveg óskiljanlegt, að
mér sé ekki frjálst að bjóða fólki, vinum sjálfrar mín á