Eimreiðin - 01.01.1920, Page 120
120 RITSJÁ [EIMREIÐIM
fyrir kennara að geta sagt það jafnóhræddur og höf. má vera
við það.
Bókinni er skift i 2 aðalparta auk inngangs: I. Um sálarlíf og
uppeldi, mestmegnis ágrip af almennri sálarfræði (og litillega
rökfræði) með heimfærslum aðallega til uppeldis barna, og IL ^
Um skóla og kenslu, þar sem rætt er í stuttu en skýru máli
ýmislegt viðvíkjandi skólakenslu.
Bókin ber alls staðar merki hins ágæta kennara, sem sjálfur
er hámentaður, en ræðir hvert efni eins og fávis við fávísa, svo
að hverjum verður ljóst og skiljanlegt. I skoðunum gætir hvar-
vetna hinnar mestu hófstillingar, þvi að hér er talað af lífs-
reynslu. Hér á ekki að bylta öllu í rústir og reisa á ný hallir
úr gulli og gimsteinum, heldur er hér sýnt, hvað vinna má úr
því efni, sem fyrir hendi er. En jafnframt opnar höf. glugga
með útsýni inn á miklu fegri lönd, eins og hann segði: iiPangað
fáum við kann ske einhvern tíma að koma«. Síra Magnús vill
ala þjóðinni upp hugsjónamenn, er standa báðum fótum á jörð-
inni, en ekki skýjaglópa. En guð má vita, hvort fetað verður í
fótspor hans í því efni.
Kennarar lesa án efa allir þessa bók. En hún á erindi til
miklu, miklu fleiri. Hún ætti að gefast út af opinberu fé og út-
býtast í þúsundum »inn á hvert einasta heimili«. Það mundi
ekki kosta mikið, en það gæfi áreiðanlega stórmikið af sér. M. J.
Arne Möller: SÖNDERJYLLAND EFTER 1864; udg. af D.-I.
Samf. Gyldend. Kbh. MDCCCCXIX.
Höfundinn munu nú flestir íslendingar vera farnir að kann-
ast við sakir starfsemi hans í dansk-íslenska félaginu, og eigum
vér íslendingar vart falslausari vin í öðrum löndum en hann.
Hann hefir auk embættisstarfa lagt svo mikla alúð við íslands-
mál, að ætla mætti, að hann hefði ekki fleiri fósturbörnin. En
þessi bók sýnir annað.
Hér er i stuttu, en afbragðs-ljósu máli rakin saga Suðurjót-
lands frá því, er Prússar hertóku það. Sýnir höf., hve miklu
gerræði óneitanlega var beitt af Bismarck og öðrum þýskum
stjórnarherrum gagnvart veikari aðiljanum, Danmörku, en þó
leggur hann enn meiri alúð við að sýna festu og þrautseigju
Suðurjótanna, og hvernig drottinn sendi þeim einn »dómarann«
í annars stað, svo að þeir stóðu aldrei uppi forustulausir.
Pað fær ekki dulist, að bók þessi er skrifuð frá dönsku sjón-
armiði og það af talsverðum hita, svo að málstaður Pjóðverja
má ekki metast fyllilega eftir því, sem hann sýnist þar vera. Eu
langt er nú síðan það varð lýðum Jjóst, að Pjóðverjar höfðu
ekki farið mjúkum höndum um Suðurjótland, og er ekki nema
rétt, að það sé kallað skömm, sem skömm er, án þess að yfir