Eimreiðin - 01.01.1920, Qupperneq 124
124 RITSJÁ [Eimreiðin:
SPRETTIR. Kvæði eftir Jakob Thorarensen. Útg. Porst. Gísla-
son. Rvík MGMXIX.
Áður komu »Snæljós« eftir sama höfund og settu hann í röð-
þeirra skálda, sem ekki verður fram hjá gengið. Síðan hafa
verið að smábirtast eftir hann kvæði hingað og þangað. Og nú
koma »Sprettir«.
Skáldið hefir að mínu viti lýst bókinni vel með pessu nafni,
betur en hann líklega hefir grunað sjálfan. Pví það fær varla
neinum lesanda dulist, að skáld petta yrkir með sprettum, en
fer svo seinagang á milli og jafnvel dottar. Pað yrðu, gæti eg
trúað, nokkuð misjafnir dómarnir (pó sami væri dómarinn),
sem skáldið fengi, eftir pví, af hverjum endanum væri tekið. En
hvað um pað. Látum hann lötra á köflum, pví að hitt dylst
engum, að sprettirnir eru afbragð. Par kemur Jakob Thoraren-
sen fram í aliri sinni dýrð: Sérkennilegur, kjarnyrtur og djúp-
skygn, svo að fáir munu hans líkar. Tökum t. d. kvæðin: Hrapið,
Eldabuskan, Bruni, Skrattakollur, Hrefna á Heiði og einhver
fleiri. Hér er Jakob í essinu sínu og slöngvar út á aðra hönd
nýjum, frumlegum hugsunum, en á hina gömlum sannleik, en í
svo nýrri mynd, að vér þykjumst nú fyrst sjá hann eins og
hann er. Sjaldséð orð og setningar krydda lesturinn og vekja
mann, og með köflum nær skáldið verulegum dramatiskum
krafti með fáum orðum. Eg tek t. d. í »Hrefnu á Heiði«. Sýslu-
maðurinn er kominn að biðja hennar og hefir talað við föður
hennar og boðið »dús og bræðralag«. Karlinn gengst upp við
heiðurinn. Hann leggur fast að Hrefnu eða réttara sagt telur
alveg sjálfsagt, að hún taki pessu feginshendi:
»Kembd’ þér og greiddu í öllum bænum,
leiktu pér svo við lánið pitt«.
Er pá ekki eins og við sjáum Hrefnu fyrir okkur:
»Fram hún gekk í hversdagsklæðum,
kurteis, há og tiguleg« —
Og heyrum póttakuldann í orðum hennar og sjáum, hvernig
hún lítur með fyrirlitningu niður á sýslumanninn með gull-
hnappana:
»Býðst mér sess á heiðurshæðum,
heyri’ eg sagt frá yðar ræðum,
lægri pótt eg velji veg«,
Og svo skapið, pegar hún rís upp frammi fyrir pessum smá-
mennum eins og pvergnýpt bjarg:
»Heitin pjófi!« — o. s. frv.?