Eimreiðin - 01.01.1920, Side 125
EIMREIÐIN]
RITSJÁ
125
Þó að Jakob Thorarensen hefði ekkert ort nema petta kvæði,
pá ætti hann sæti á æðra bekk.
Styrkur Jakobs sýnist vera næmt auga fyrir ýmsu í mannlegu
lífi (er hér alls ekki óskyldur Gesti Pálssyni) og á hinn bóginn
sérkennileg formgáfa. Njóti ekki annaðhvort af þessu sín eða
helst hvorttveggja, þá rís hann lítt upp úr skáldapvðgunni, en
pessi fáu kvæði gera allan gæfumuninn. Hann þarf pví að vera
strangur dómari yfir sjálfum sér, og honum er pað vorkunn-
laust að ryðja burtu grjótinu, pegar hann er að hreinsa úr pví
•slíka gimsteina, sem raun ber vitni. M. J.
Davíð Slefánsson frá Fagraskógi: SVARTAR FJAÐRIR. Bóka-
’versl. Ársæls Árnasonar. Rvík 1919.
Höfundur þessara kvæða er ekki ópektur, pótt ungur sé, pví
að smákvæði eftir hann, er birtst hafa hingað og pangað, hafa
■vakið athygli manna. En hér kemur nú fyrsta bókin hans og
hún ekki smá: 164 blaðsíður í meðalbroti. Er pað eigi lítið af
manni, sem kvað vera wnýskroppinn úr skóla«. En hitt er pó
meira, að nálega á hverri blaðsíðu er eitthvað, sem skáldskap-
argildi hefir, og innan um glitra hreinar perlur.
Varla getur ólikari skáld en pá Davíð og Jakob Thorarensen.
Davíð skarar ekki fram úr að frumleika. Hann yrkir mikið í
pessum pjóðvísustíl, sem ýmsir hafa verið að spreyta sig á nú
um alllangt skeið, og einkum fer maður livað af hverju að
þreytast á pessu, að endurtaka síðustu Iínuna ýmist óbreytta
eða lítt breytta. Hann tekur sig ekki heldur út úr með einkenni-
legum orðatiltækjum, ekki heldur með næmum athugunum á
mannlegu lífi, pó að pær séu og til hjá honum eins og t. d.
»Hjónaband«. En svo hefir hann aftur á móti pað, sem hinn
vantar sérstaklega: Hann er fullur af lyrik, ef svo mætti segja,
og pað blæs einhverju nýju fegurðarlífi í pjóðvísustílinn hans,
sem aðra hefir vantað flesta. Pað er ekki svo auðvelt að nefna
dæmi upp á þetta; pau eru svo mörg, en nefna mætti, mest-
megnis af handahófi og án pess að hirða, hvort pjóðvísustílsins
gætir par mjög: Brúðarskórnir, Gekk eg aleinn, Una, Krummi,
Abba-labba-lá, Sigling og Mánadisin. Petta síðast talda kvæði er
sannkallað meistaraverk og stendur að mínu viti við hlið pess
besta, sem við eigum af lyriskum kvæðum. Abba-labba-lá er
eina kvæðið, sem mér hefir fundist bera eitthvað af blæ Fröd-
ings inn í íslenska ljóðagerð. Með þjóðvísustíl sinum hefir Davíð
eignast, ekki að eins fegurð og Iyriskt gildi pjóðsögunnar, heldur
líka pað draugalega og ljóta við hana. Sum kvæði hans bera
pess Ijósan vott, svo sem Aðsóknir, Einbúinn, Á Dökkumiðum,
Urðarkötturinn, Óráð, Kuldahlátur o. fl. Og svo hefir hann einn
kost og hann ekki lítinn: Hann sýnist vera smekkmaður og