Verðandi - 01.01.1882, Page 101
KÆRLEIKSHEIMILIÐ.
101
geir óviti hana á hverjum degi út í sumarblíðuna, og frá
því fór hún að hressast með degi hverjum. En það var
auðsjeð af öllu, að hún mundi aldrei ná sjer að fullu, og
aldrei verða aftur söm og hún hafði verið.
I>að var eitt kveld um túnsláttinn, að þær Gróa og
Anna sátu úti í hlaðvarpanum. jþorgeir var þar skammt
frá þeim við slátt, og var Gróa að segja honum fyrir verkum,
en hjelt á prjónunum sínum og var að prjóna um leið.
Anna sat og hjelt að sjer höndum, horfði út í bláinn
og andaði að sjer hreina kveldloftinu.
«Nú ertu þó farin að hressast, blessuð mín», sagði
Gróa ofur hlylega.
«Ójá, mjer finnst mjerbatnameð degi hverjum núna»,
sagði Anna, en útlit hennar var þó allt annað en hraust-
legt, andlitið náfölt og kinnfiskasogið, og augun ókyrr og
tindrandi.
«Jeg brá mjer yfir að Borg í morgun; hún þuríður
mín hafði gert orð eftir mjer til að tala við mig um ýmis-
legt. Jeg sá líka hana litlu dóttur þína; hún er allra
bezta barn, dafnar með degi hverjum og er eftirmyndin
hennar puríðar minnar».
Anna hrökk við, þegar hún heyrði barnið sitt nefnt,
og eins og drakk af vörum Gróu hvert orð, sem hún
sagði.
«Heldurðu að jeg mætti ekki koma yfir um og sjá
hana, þegar jeg er orðin nógu frísk?».
«Vertu nú ekki að hugsa um það. |>ú mátt, blessuð
mín, þakka guði og góðum mönnum fyrir, að þeirri byrði
var ljett af þjer, aumingjanum. Heldurðu kannske, að þú
hafir efni eða mátt á, að ala telpuna þína upp eins og
Borgarfólkið?. Yrðirðu svo heppin að giftast vel, þá gæt-
irðu náttúrlega tekið telpuna til þín».
«Nær kemur hann Jónheim?» spurði Anna ofboð lágt,
og um leið sló eldroða á föla andlitið hennar.
«Hann Jón, þú ert þó ekki að hugsa um hann Jón