Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 4
4
Sveinn Pálsson
Náttúrurannsókna Sveins Pálssonar var eigi heldur
minst fyr en Porvaldur Thoroddsen kom til sögunnar
nærri 40 árum eftir dauða hans. Ein af hinum fyrstu
ritgjörðum hans var um eldgosið mikla 1783 (prentuð í
Geografisk Tidsskrift 3. ári). Dar skýrði hann frá riti
Sveins Pálssonar um eldgosið og rannsóknum hans á
eldstöðvunum. Pessi ritgjörð kom hinum nafnkunna
norska jarðfræðingi Amund Helland til pess, að fara til
ísland 1881 og ferðast um eldstöðvarnar. Hann gaf síð-
an út rit Sveins Pálssonar um eldgosið 1783 í hinni
norsku „Turistforenings Aarbog“ 1882, og nokkurn hluta
af jöklariti hans í sama riti árið eftir, pví honum fanst
mikið um rit pessi. En jöklarit Sveins Pálssonar ætti að
gefa út alt og einnig ferðabók hans.
Degar Dorvaldur Thoroddsen ritaði Landfræðissögu
sína, skýrði hann í priðja bindinu rækilega frá Sveini
Pálssyni og rannsóknarstörfum hans. Dað var í fyrsta
sinni að sögð var æfisaga hans. Thoroddsen safnaði pá
„efni í ítarlegri æfisögu Sveins Pálssonar“ og ætlaði sjer
að rita hana, ef tími og kringumstæður leyfðu. Af pví
varð ekki, og var hann alveg horfinn frá pví á efri árum
sínum. Hins vegar gaf hann út lýsingu Sveins Pálsson-
ar á Kötlugjárgosinu 1823 i „Safni til sögu íslands“,
fjórða bindi, mikilsverða ritgjörð. Pað væri verkefni fyrir
einhvern ungan íslenskan visindamann að rita rækilega
æfisögu Sveins læknis Pálssonar, og gefa út rit hans,
sem eru óprentuð.
Frá pví er Eggert Ólafsson dó og pangað til Ðor-
valdur Thoroddsen kom til sögunnar, jók enginn maður
jafnmikið pekkinguna á náttúru íslands sem Sveinn
Pálsson.
Sveinn Pálsson varð 78 ára. Dá er hann hafði
nærri tvo um sjötugt, sótti hann um lausn frá embætti.
Hjer um bil tveim árum síðar misti hann hina ágætu