Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 118
118
Bækur
ingaíerðir vestur um haf, en saga konunganna í riki
pessu hafi gleymst sökum þess, að Haraldur hárfagri bar
sigur úr býtum gegn peim. E>ess vegna mundu menn
langfeðgatal hans.
Á vesturströnd Noregs ætlar prófessor Magnús Olsen
að landið hafi á pjóðflutningaöldinni fengið sitt núverandi
nafn, sem er stytt úr Norðvegr (norðurvegur), og er pað
mjög sennilegt.
Síðast í bókinni eru ritgjörðir um ívarsættina i Dyfl-
inni og um leiðina til Vínlands.
Bók Bröggers, „Gamle emigranter", er glögt yfirlit
yfir landnámssögu Norðmanna fyrir vestan haf, á Hjalt-
landi og Orkneyjum, Færeyjum og íslandi, og íslendinga
á Grænlandi og Vínlandsferðir peirra. Ritið er glögg
samfeld saga, prýðilega sögð. Sjálfur hefur höfundurinn
að fornum sið siglt á skútu vestur um haf til Hjaltlands
og Orkneyja, til pess að kynna sjer landnám Norðmanna
í peim eyjum.
íslendingum mun pykja gaman að lesa bók pessa,
ekki síst páttinn um íslensku nýlenduna. Höfundurinn
hefur skilið pað flestum útlendingum betur, að sjerstök
pjóð óx upp á íslandi. Hann kveður pað sögulega skakt
að blanda saman Norðmönnum og íslendingum á dögum
Ólafs helga. Dað voru pá tvær pjóðir; hafa verið leidd
rök að pví af hálfu íslendinga í Áfmælisriti til Kr. Ká-
lunds. Höf. dregur eigi heldur af íslendingum bygð
Grænlands og fund Vínlands, eins og stundum er gert.
Moltke Moes samlede skrifter utg. ved Knut Lie-
stöl. I—III bindi. Oslo 1925—27. H. Aschehough & Co.
(W. Nygaard).
Moltke Moe (1859 — 1913) var sonur Jörgens Moes,
biskupsins og skáldsins, sem safnaði pjóðsögum og æfin-
týrum, og gaf pær út með Asbjörnsen. Moltke Moe
lagði hina mestu stund á pjóðsagnafræði og var frábær
vísindamaður. Hann varð fyrst prófessor við háskólann
í Ósló í nýnorsku og seinna eingöngu í pjóðsagnafræð-
um. Hann vissi deili á pjóðsögum og æfintýrum hjá
afarmörgum pjóðum og varð allra manna fróðastur og
víðsýnastur í sínum fræðum. Hann ritaði margar rit-
gjörðir, sem eru prentaðar í ýmsum ritum, en margt var